fbpx
Föstudagur 13.júní 2025
Eyjan

Á verkalýðshreyfingin að „sýna ábyrgð“? Hvað með forstjóraveldið?

Egill Helgason
Fimmtudaginn 27. september 2018 17:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einhvern veginn finnst manni varla að það hjóti að vera góð aðferð í komandi kjarasamningum að væna verkalýðshreyfinguna um ábyrgðarleysi. Einhvern veginn virkar það út úr kú – og dálítið eins og hinn mjög svo jakkafataklæddi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sé ekki í takt við tímann. Hann minnir reyndar nokkuð mikið á talsmenn vinnuveitenda – eins og þeir kölluðu sig forðum – sem voru áberandi á mínum yngri árum. Í nútímanum býst maður eiginlega við meiri mýkt – a.m.k. á yfirborðinu. Það þykir ekki góð taktík að stuða fólk.

En Halldór Benjamín Þorbergsson segir:

Á sama tíma og verka­lýðsfé­lög­in eru að kalla eft­ir ábyrgð at­vinnu­lífs­ins og skiln­ingi á stöðu þeirra sem lægst hafa laun­in, þá virðast mörg þeirra vera að sýna tak­markaðan skiln­ing á stöðu fyr­ir­tækj­anna, sem fé­lags­menn verka­lýðsfé­lag­anna starfa hjá. Það er vit­an­lega um­hugs­un­ar­efni fyr­ir okk­ur öll, ef verka­lýðsfé­lög­in ætla að fara fram með þess­um hætti og sýna þar með tak­markaða ábyrgð í at­vinnu­líf­inu.

Nú vita allir að það eru kauphækkanir forstjóraveldisins, æðstu embættismanna, alþingismanna sem gera kjarasamninga erfiða. Í þeim ranni var ákveðið að taka hressilega hækkun, langt umfram það sem venjulegu launafólki hefur staðið til boða. Þessi tafla hefur gengið eins og eldur í sinu um alnetið og gerir kjarasamninga varla auðveldari.

Í þessu sambandi er varla hægt að tala um að sýna „ábyrgð“ – eða hvað?

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Svandís boðar samstarf við aðra flokka

Svandís boðar samstarf við aðra flokka
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir það blasa við að „samstöðudans stjórnarmeirihlutans“ sé sérlega stirður milli tveggja flokka

Segir það blasa við að „samstöðudans stjórnarmeirihlutans“ sé sérlega stirður milli tveggja flokka
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Þetta er það sem stórútgerðin fær í afslátt hjá þjóð sinni

Sigmundur Ernir skrifar: Þetta er það sem stórútgerðin fær í afslátt hjá þjóð sinni
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Þráin eftir Trump

Óttar Guðmundsson skrifar: Þráin eftir Trump
Eyjan
Fyrir 1 viku

YAY og Landsbankinn stofna nýtt félag

YAY og Landsbankinn stofna nýtt félag
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Tveggja turna tal

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Tveggja turna tal
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Þetta var kannski viðbúið, en ekki eru þetta gleðitíðindi“

„Þetta var kannski viðbúið, en ekki eru þetta gleðitíðindi“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Er Trump búinn að tapa sér endanlega? – Stórfurðuleg færsla hans um aftöku Biden

Er Trump búinn að tapa sér endanlega? – Stórfurðuleg færsla hans um aftöku Biden