fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Eyjan

Lilja vill að Ríkisútvarpið fari eftir lögum: „Það er stjórnar RÚV að fylgja þessu eftir“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 26. september 2018 09:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir brýnt að RÚV fari eftir lögum í sínum rekstri. Tilefnið er að RÚV hóf nýlega innreið sína á nýjan markað undir merkjum RÚV-Stúdíó, sem leigir út myndver sitt ásamt tækjabúnaði til sjónvarps- og kvikmyndagerðar, öðrum fyrirtækjum í sama bransa til mikillar gremju.

Sjá nánar: Útvarpsstjóri um kvartanir vegna samkeppnisstöðu RÚV-stúdíó:„Teljum við það skyldu okkar að nýta aðstöðu okkar með hag heildarinnar í huga“

 

Lilja segir við Fréttablaðið í dag að mikilvægt sé að hrinda þessum lögum í framkvæmd:

„Það er mjög skýrt að samkvæmt fjórðu grein laga um Ríkisútvarpið ber RÚV að stofna dótturfélög um samkeppnisrekstur sinn. Ég tel brýnt að hrinda því í framkvæmd og stjórn RÚV og stjórnendur hafa verið að vinna að því. Það er stjórnar RÚV að fylgja þessu eftir.“

Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, hefur sjálfur sagt að RÚV-Stúdíó sé ekki dótturfélag RÚV líkt og lög kveði á um, heldur „afmarkað svið í skipulagi RÚV“, líkt og auglýsingasalan.

Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur kallað eftir því að RÚV fari að lögum, sem og Samtök iðnaðarins.

Lilja tekur undir áhyggjur þeirra:

  „Mér finnst mikilvægt að tryggja aðskilnað á milli almannahlutverks og samkeppnisreksturs RÚV. Það er í takt við tillögurnar sem ég kynnti nýverið og miða að því að styðja við einkarekna fjölmiðla. Það er ljóst að RÚV er þjóðinni kært og ég vil hafa öflugan miðil í almannaþágu. Við þurfum að stuðla að auknu jafnræði á íslenskum fjölmiðlamarkaði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands
Eyjan
Fyrir 1 viku

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður