fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Þetta eru málin sem VG vill koma í gegn: Hagnaðarlaus heilbrigðisþjónusta, ráðgjafastofa innflytjenda, dagsektir gegn kynjahalla og dagur kjósenda

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 12. september 2018 10:33

Katrín Jakobsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs hefur sent frá sér tilkynningu um þau mál sem flokkurinn hyggst leggja fram á 149. þingi, sem sett var í gær. Lögð er áhersla á mál er varða   „jöfnuð, réttlæti, lýðræði og kvenfrelsi“ segir í tilkynningu.

Hagnaðarlaus heilbrigðisþjónusta

Ólafur Þór Gunnarsson mun flytja frumvarp til laga sem skýrir heimild ráðherra til að semja aðeins við veitendur heilbrigðisþjónustu sem ekki eru reknir í hagnaðarskyni.

„Heilbrigðisþjónusta er sameiginlegt verkefni samfélagsins alls. Vinstrihreyfingin – grænt framboð er þeirrar skoðunar að ekki skuli nota takmarkaða fjármuni samfélagsins til að greiða arð út úr fyrirtækjum í heilbrigðisþjónustu.“

Ráðgjafastofa innflytjenda

Kolbeinn Óttarsson Proppé mun flytja þingsályktunartillögu um að koma á fót Ráðgjafastofu innflytjenda:

„Það er stórt skref öllum að flytjast til annars lands og hefja þar nýtt líf. Ýmsar ástæður búa að baki því skrefi, en hvort sem það er stigið af sjálfsdáðum eða af nauðsyn slæmra aðstæðna, þá er öllum í hag að njóta sem bestrar leiðsagnar um hið nýja samfélag. Bætt aðgengi að upplýsingar gerir breytingar á högum fólks léttari og stuðlar um leið að því að fólk verður mun fyrr virkt í samfélaginu og getur fyrr farið að gefa af sér.“

Dagsektir

Lilja Rafney Magnúsdóttir ætlar að leggja til dagsektir í  frumvarpi til laga um hlutfall kvenna í stjórn fyrirtækja:

„Hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja með yfir 50 launþega náði hámarki þriðjung árið 2014 en hefur farið lækkandi síðan. Það er óásættanlegt að fyrirtæki leyfi sér það að fara ekki eftir leikreglum samfélagsins. Með frumvarpi þessu er lagt til að það varði dagsektum ef ekki er farið að ákvæðum laga um kynjahlutföll í stjórnum hlutafélaga.“

Dagur kjósenda

Þá mun Andrés Ingi Jónsson flytja þingsályktunartillaga  um dag nýrra kjósenda:

„Undanfarin ár hefur dvínandi kosningaþátttöku ungs fólks verið talin til marks um að hinn hefðbundni stjórnmálavettvangur höfði ekki nægilega vel til ungs fólks. Lýðræði virkar ekki nema að allur almenningur taki þátt og það er óásættanlegt ef það myndast samfélagshópur sem ekki tekur þátt í lýðræðinu. Þingsályktunin er lögð fram til að styðja við lýðræðisþátttöku ungs fólks með því að bjóða nýja kjósendur velkomna í hóp þeirra sem njóta kosningaréttar.“

 

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum