fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Júlíus Vífill í Héraðsdómi Reykjavíkur: „Ég er saklaus“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 6. september 2018 14:18

Júlíus Vífill Ingvarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrum borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lýsti yfir sakleysi sínu við þingfestingu á peningaþvættismálinu sem héraðssaksóknari höfðaði gegn honum, fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Þegar dómarinn óskaði eftir að vita um afstöðu Júlíusar gagnvart ákærunni, svaraði Júlíus: „Ég er saklaus.“

Júlíus vildi ekki tjá sig við fjölmiðla að svo stöddu, en lýsti yfir vilja sínum til að fjalla um málið að því loknu. Sagðist hann þó viss um að hafa sigur í málinu.

Þegar ákæran var birt Júlíusi sagði hann að hún kæmi sér á óvart og engar lagalegar forsendur væru fyrir henni.

Nafn hans birtist í Panamaskjölunum á sínum tíma og er hann fyrsti Íslendingurinn sem þar kemur fyrir, sem sætir ákæru.

Hann er sakaður um að hafa geymt fjárhæðir að andvirði 131-146 milljónir króna á erlendum bankareikningi sínum, sem voru ávinningur af refsiverðum brotum og ráðstafað þeim á bankareikning hjá vörslusjóði í Sviss. Voru upphæðirnar geymdar hjá UBS bankanum á aflandseyjunni Jersey í Ermasundi, frá 2010 til 2014. Einnig er Júlíus sagður hafa ráðstafað fjármunum á reikning vörslusjóðsins Silwood Foundation í Julius Bär bankanum í Sviss. Rétthafar sjóðsins voru Júlíus sjálfur, eiginkona hans og börn.

Júlíus gaf upphæðirnar ekki upp til skatts og slapp þannig við að greiða tekjuskatt, útsvar og vexti af fjármununum. Er ávinningurinn sagður um 49-57 milljónir króna.

Í ákærunni er sagt að Júlíus hafi viðurkennt að hafa ekki gefið upp tekjurnar til skatts, en neiti þó að svara því hvenær teknanna var aflað. Því liggi það ekki fyrir með nákvæmum hætti hver ávinningurinn var, þar sem hlutfall tekjuskatts og útsvars hafi verið breytilegt fyrir árið 2006.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að