fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Júlíus Vífill ákærður: „Það kom á óvart og eru mér vonbrigði“

Auður Ösp
Föstudaginn 17. ágúst 2018 10:28

Júlíus Vífill Ingvarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Júlíus Vífill Ingvarsson  fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefur verið ákærður fyrir peningaþvætti. Hann segir ákæruna koma sér á óvart. Nafn Júlíusar kom fram í Panamaskjölunum á sínum tíma og er hann fyrsti Íslendingurinn sem getið var um í skjölunum sem sætir ákæru.

DV greindi frá því í september á seinasta ári að Júlíus Vífill væri grunaður um stórfelld skattsvik og peningaþvætti og væri til rannsóknar hjá embætti Héraðssaksóknara. Málið var sagt snúast um fé sem Júlíus átti á erlendum bankareikingum á árunum 2010 til 2015 sem hann hefði ekki gert Skattrannsóknastjóra grein fyrir.

Kjarninn greindi fyrst frá ákærunni í morgun og í kjölfarið birtir Júlíus Vífill eftirfarandi yfirlýsingu á facebooksíðu sinni.

„Undanfarin tvö ár finnst mér eins og ég hafi staðið í veðurbáli. Á mig voru bornar ótrúlegar og fráleitar sakir í æsifréttastíl um að fjármunir á erlendum bankareikningum væru illa fengnir og ekki mín eign. Héraðssaksóknari hefur nú kannað sannleiksgildi málsins og komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé fótur fyrir þeim ásökunum.

Hann hefur hins vegar birt mér ákæru sem snýr að skattamálum. Það kom á óvart og eru mér vonbrigði. Ég tel engar lagalegar forsendur vera fyrir ákærunni og mun auðvitað takast á við hana fyrir dómstólum. Það mál verður útkljáð á þeim vettvangi.

Það kristallast margt í lífinu við mótlæti og átök. Eftir stendur að lokum það sem er mikilvægast: fjölskyldan, vináttan og kærleikurinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“
Fréttir
Í gær

Þorgils vill erfðafjárskattinn burt: „Einhver ranglátasti skattur sem lagður er á í dag“

Þorgils vill erfðafjárskattinn burt: „Einhver ranglátasti skattur sem lagður er á í dag“
Fréttir
Í gær

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“
Fréttir
Í gær

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”