fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Eyjan

Símar og fartölvur íslenskra ráðherra háðir öryggisskilyrðum – Ekki þingmanna

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 3. september 2018 19:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um miðjan ágúst lýsti Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, því yfir að engar öryggiskröfur væru gerðar til þingmanna varðandi það að taka með sér síma og fartölur í ferðalög erlendis, hvar hætta væri á að gögnum sé stolið úr þeim, án vitneskju eigandans.

Tilefni ummæla Björns var frétt Aftenposten um að norski sjávarútvegsráðherrann Per Sandberg hygðist segja af sér embætti, þar sem hann hafi brotið fjölda öryggisreglna þegar hann ferðaðist til Íran. Sandberg tilkynnti ekki um ferðina, en með því að taka með sér farsímann sinn braut hann reglur þjóðaröryggisstofnunar Noregs.

Ekki bannað að ferðast með símann

Eyjan lagði fram fyrirspurn til stjórnarráðsins í kjölfarið, um hvaða öryggisreglur giltu hér á landi fyrir síma ráðherra og þingmanna. Þar segir að ráðstafanir séu gerðar hjá ráðherrum, en þeim sé ekki bannað að ferðast erlendis með síma sína eða fartölvur.

Hinsvegar eru ekki neinar öryggisráðstafanir gerðar við síma eða tölvur þingmanna, samkvæmt svörunum:

 

Eru einhverjar öryggisreglur í gildi varðandi síma/fartölvur ráðherra og þingmanna ?

„Ráðstafanir eru gerðar til að tryggja öryggi gagna í tölvum og í snjalltækjum ráðherra í þeim búnaði sem þeir hafa frá Rekstrarfélagi Stjórnarráðsins. Er það gert í formi læsinga, beintenginga og dulkóðunar.“

 

Eru einhverjar reglur varðandi ferðalög ráðherra/þingmanna erlendis ?

„Framangreindar öryggisráðstafanir gilda einnig þegar búnaður er tekinn með til útlanda. Ekki eru í gildi öryggisreglur sem banna ráðherrum að ferðast með farsíma erlendis.“

 

Björn nefndi að íslendingar hefðu áður brennt sig á því að dulkóða ekki gögn sín og nefndi samninganefd Icesave sem dæmi:

„…samninganefndin íslenska mætti til fundar við þá bresku og bretarnir vissu um allt fyrirfram, þar sem tölvupóstssamskipti þeirra voru ekki dulkóðuð. Bretarnir gátu einfaldlega lesið öll tölvupóstssamskiptin.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Óttinn við stjórnarmyndun valkyrja fer vaxandi hjá valdaöflum – brýnt að fram fari úttekt á slæmri stöðu þjóðarbúsins

Orðið á götunni: Óttinn við stjórnarmyndun valkyrja fer vaxandi hjá valdaöflum – brýnt að fram fari úttekt á slæmri stöðu þjóðarbúsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Furðulegt kosningakerfi

Óttar Guðmundsson skrifar: Furðulegt kosningakerfi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skiptar skoðanir á hversu stjórntækur Flokkur fólksins er

Skiptar skoðanir á hversu stjórntækur Flokkur fólksins er
Eyjan
Fyrir 1 viku

Baldur rýnir í kosningaúrslitin – Einn af fjórflokkunum datt af þingi og Píratar fengu sömu örlög og allir nýir flokkar

Baldur rýnir í kosningaúrslitin – Einn af fjórflokkunum datt af þingi og Píratar fengu sömu örlög og allir nýir flokkar