fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Eyjan

Risablaðra til háðungar borgarstjóranum á loft í London

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 2. september 2018 10:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Risablaðra sem á að sýna Sadiq Khan, borgarstjóra London, hefur verið sett á loft yfir borginni. Var hvorki meira né minna en um 60.000 pundum, andvirði yfir 8 milljónum íslenskra króna, safnað til að gera hugmyndina að veruleika. Blöðrufígúran er íklædd gulu bikini.

Mörgum mislíkaði – og öðrum líkaði prýðisvel – er risablaðra í líki Donald Trump var sett á loft í höfuðborginni á meðan Englandsheimsókn Bandaríkjaforseta stóð. Sadiq Khan og Trump hafa átt í fremur neikvæðum skeytasendingum á samfélagsmiðlum og í gegnum fjölmiðla. Sadiq Khan er upprunalega frá Pakistan og var borgarstjóraefni Verkamannaflokksins er hann var kjörinn borgarstjóri. Margir hafa horn í síðu hans og er hann gagnrýndur fyrir meint slök viðbrögð við sívaxandi glæpatíðni í London en fjölmörg ungmenni hafa látið lífið í hnífaárásum í borginni á undanförum misserum. Khan er múslimi og margir yst til hægri og í hópi þeirra sem berjast gegn íslamisma eru fullir tortryggni í hans garð, meðal annars vegna tengsla hans við hryðjuverkamenn í fyrrum störfum sínum sem mannréttindalögmaður.

Yanny Bruere

Hvatamaðurinn að Sadiq Khan blöðurnni heitir Yanny Bruere. Í viðtali við BBC segir hann að sér hafi mislíkað að Sahiq Khan lagði blessun sína yfir gerð Trump-risablöðrunnar og segir hann að borgarstjórinn hefði aldrei sagt það sama um blöðru af Obama forseta. Bruere harðneitar því að hann hafi tengsl við hægri öfgasamtök en hann er bendlaður við andúð á múslimum og jafnvel gyðingum – nokkuð sem hann þvertekur fyrir.

Sadiq Khan

Þetta risablöðruátak hefur einnig tekið á sig mynd mótmæla gegn ofbeldisglæpum í borginni og meintu aðgerðaleysi borgarstjórans í þeim efnum.

Sadiq Khan tekur þessu uppátæki með stökustu ró. Hann gerir hins vegar í gamansömum tóni athugsemd við gula bikinið og segir að gulur sé ekki sinn litur.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolbeinn spyr hvort Íslendingar þurfi róttæka vinstri hreyfingu – „Ég er hreint ekki sannfærður“

Kolbeinn spyr hvort Íslendingar þurfi róttæka vinstri hreyfingu – „Ég er hreint ekki sannfærður“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halldór Auðar snýr baki við Pírötum – „Niðurstaða kosninganna fyrst og fremst endurspeglun á löskuðu innra starfi“

Halldór Auðar snýr baki við Pírötum – „Niðurstaða kosninganna fyrst og fremst endurspeglun á löskuðu innra starfi“