fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

„Tel ljóst að þessi ákvarðanataka hafi verið ólögmæt“ segir skipstjóri sem ráðinn var á staðnum en fékk samt ekki skipstjórastöðuna á nýjum Herjólfi

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 13. ágúst 2018 17:00

Guðlaugur Ólafsson, skipstjóri á Herjólfi. Ljósmynd/TMS - Birt með góðfúslegu leyfi Eyjar.net

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðlaugur Ólafsson, sem verið hefur skipstjóri á Herjólfi í átta ár, þar af fyrsti skipstjóri síðastliðin þrjú ár, er ekki meðal þeirra þriggja sem ráðnir voru til að stýra hinni nýju ferju sem tekur við af hinum landsþekkta Herjólfi, sem verður að fullu í eigu nýstofnaðs félags Vestmannaeyjabæjar, Ohf. Það er fréttavefurinn Eyjar.net sem greinir frá.

Guðlaugur sótti um starfið eftir auglýsingu í vor og var boðaður í viðtal, þar sem hann var ráðinn á staðnum. Það fannst honum skrítið, enda viðtölum við aðra umsækjendur ekki lokið. Var honum gefin sú skýring að þetta kæmi til vegna tímapressu, en það væri á hreinu að Guðlaugur yrði ráðinn yfirskipstjóri.

Guðlaugur var hinsvegar boðaður í annað viðtal hjá Capacent, sem sá um ráðninguna. Var sagt að um „round 2“ væri að ræða, eftir að Guðlaugur innti eftir ástæðunni fyrir öðru viðtali, enda hefði starfsmaður Capacent verið viðstaddur þegar hann var ráðinn á staðnum.

Fékk ekki starfið – Vill rannsaka ráðningarferlið

Nokkrum dögum síðar fékk Guðlaugur síðan hringingu frá Capacent þar sem honum var tilkynnt um að búið væri að ráða í stöðuna. Ekki gat Capacent svarað því hvort um stöðu fyrsta skipstjóra væri að ræða eða ekki. Eftir að hafa ráðfært sig við Grím Grímsson, stjórnarformann Ohf, var aftur hringt í Guðlaug og honum tjáð að búið væri að ráða í stöðu yfirskipstjóra. Guðlaugi var boðið að umsókn sín yrði látin gilda fyrir hinar skipstjórastöðurnar tvær, en hann afþakkaði það pent.

„Það er skrítið að auglýsa eftir einum skipstjóra en ætla svo að ráða þrjá. Hver vegna var þá ekki auglýst eftir umsóknum í allar þrjár stöðurnar strax? Ég er með lögfræðing í vinnu við að reyna að fá fram gögn í málinu og gæta hagsmuna minna, því ég tel ljóst að þessi ákvarðanataka hafi verið ólögmæt. En enn hefur stjórnin ekki haft manndóm í sér að leggja fram rökstuðning fyrir sinni ákvörðun. Né hvers vegna þetta leikrit var sett af stað að maður sem var ráðinn var allt í einu ekki ráðinn. Ég hef gert bæjarstjóra grein fyrir málinu. Ohf. er fyrirtæki í eigu Vestmannaeyjabæjar. Bæjarstjóri og bæjarstjórn fara með eigandavaldið, hafa eftirlit og bera pólitíska ábyrgð ef fulltrúar sem þeir hafa skipað misfara með stöður sínar. Því fannst mér rétt að upplýsa bæjarstjóra um málið og skora á hann að kynna sér málið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jóhann Páll Jóhannsson á Alþingi: Hákarlar margfalda höfuðstól smálána – veiðileyfi í boði ríkisstjórnarinnar

Jóhann Páll Jóhannsson á Alþingi: Hákarlar margfalda höfuðstól smálána – veiðileyfi í boði ríkisstjórnarinnar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Enginn ágreiningur milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks um opinbera þjónustu og skatta

Ólafur Þ. Harðarson: Enginn ágreiningur milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks um opinbera þjónustu og skatta