fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Eyjan

Leggst gegn notkun orðsins „utangarðsfólk“ og vill útrýma heimilisleysi

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 10. ágúst 2018 19:00

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flokkur fólksins hefur gert tvær bókanir og sent inn tvær tillögur á fundi velferðarráðs Reykjavíkurborgar í dag.

Oddviti Flokks fólksins, Kolbrún Baldursdóttir, lagði til að:

„…hugtakið „utangarðsfólk“ verði ekki notað frekar hjá velferðarsviði og velferðarráði borgarinnar. Hugtakið er að mati borgarfulltrúa Flokks fólksins neikvætt og er ef til vill barn síns tíma. Lagt er til að í stað hugtaksins utangarðsfólk sé talað um heimilislausa eða fólk í húsnæðisvanda. Heimilislaust fólk er afar fjölbreyttur hópur fólks sem á það sameiginlegt að hafa ekki aðgang að hefðbundnu húsnæði, hefur ekki húsaskjól að staðaldri á sama stað.“

Þá lagði Kolbrún einnig til að borgarstjórn:

„…leggi allt kapp á að útrýma heimilisleysi í Reykjavík með öllu á kjörtímabilinu.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben