fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Eyjan

Undarleg ákvörðun borgarstarfsmanns gagnrýnd með háði

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 13. júlí 2018 14:00

Eyþór Arnalds

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki sjá margir jákvæðar hliðar á því veðurfari sem ríkt hefur á landinu undanfarið, alltént ekki á suðvesturhorninu. Ekki einu sinni Helgi Björns getur sagt að rigning í slíku magni sé á nokkurn hátt góð.

Máske hefur þessi vaski starfsmaður borgarinnar á myndinni hér að neðan oftúlkað hið fornkveðna spakmæli, að rigningin sé góð fyrir gróðurinn og ákveðið að bæta um betur; meira sé betra.

Náðist þessi mynd af honum vökva blómin hjá Kolaportinu með vatnsslöngu, en einhverjir gætu haldið því fram að veðurguðirnir hefðu séð þeim fyrir nægri náttúrulegri vökvun undanfarið.

Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarminnihlutanum, var fljótur að endurtísta myndinni á Twitter, en hún mun væntanlega verða notuð sem sönnunaragn A þegar Eyþór fer að gagnrýna forgangsröðunina hjá borgarstjórnarmeirihlutanum í haust.

Skrifar Eyþór í hæðnistón:

„Það veitir víst ekki af vökvun…“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands
Eyjan
Fyrir 1 viku

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður