fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Enska fótboltaliðið, Brexit og Scott pólfari

Egill Helgason
Fimmtudaginn 12. júlí 2018 12:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Englendingar hafa löngum haft ýkta trú á mætti sínum, megin og mikilvægi. Þetta stafar líklega af því að eitt sinn voru þeir heimsveldi – í ríki þeirra var sagt að sólin settist aldrei. Það er reyndar furðulegt hvað Englendingar komast enn upp með vera stoltir af heimsveldinu sínu – sem byggðist að miklu leyti upp á ránum, gripdeildum og öðrum glæpaverkum.

Þetta birtist mjög greinilega á heimsmeistaramótinu í fótbolta þar sem Englendingar duttu loks út, yfirbugaðir af duglegum leikmönnnum frá smáþjóðinni Króatíu. Króatar  voru mjög vel skipulagðir í leiknum, létu ekkert trufla sig, en Englendingar, sjálfum sér líkir, voru komnir langt fram úr sér. Þeir voru í raun farnir að skipuleggja sigurhátíðina heima eftir úrslitaleikinn, hvarvetna hljómaði slagorðið „fótboltinn kemur heim“.

Þetta er ekkert nýtt – við höfum séð Englendinga ætla að fara svona í gegnum fyrri keppnir. Vera í raun búnir að sigra áður en á hólminn er komið.

Fræg er sagan af Scott landkönnuði sem ætlaði að fara á Suðurpólinn en lenti í því að keppa við Norðmanninn Amundsen. Amundsen hafði ekki mörg orð um hlutina, en flokkur hans var þrautskipulagður og allar áætlanir hárnákvæmar. Scott, í anda þess að Englendingur efldist við hverja raun, ætlaði í raun að komast á pólinn á fílingnum einum saman. Hann var algjörlega vanbúinn fyrir svo erfiðar aðstæður – enda biðu hans og manna hans hrakningar og grimmur dauði. Á mönnum Amundsen var ekki að finna svo mikið sem kalsár.

Enskum skóladrengjum var kennt í margar kynslóðir að Scott hefði verið gríðarleg hetja – sem hefði bara verið svona hart leikinn af aðstæðunum og illum útlendingum sem léku leikinn ekki nógu drengilega, tóku til dæmis upp á þeim fjára að undirbúa sig almennilega.

Sumpart finnst manni þetta enduróma í Brexit. Brexit er enskt dæmi – aðrar þjóðir á Bretlandseyjum taka varla þátt.En það virðist ekki þurfa að undirbúa neitt eða hugsa neitt. Þeir sem ákafast heimtuðu Brexit hafa ekkert plan, vilja helst ekki heyra á neitt slíkt minnst – það á bara að taka þetta á hugarfarinu. Svo eru það þeir sem voru á móti Brexit sem þurfa að greiða úr flækjunni – það er ekkert smáverkefni að skilja í sundur svæði sem hefur verið ein heild viðskipta, þjónustu í næstum hálfa öld – fyrir utan allt hitt, menntun, vísindi, menningu, umhverfismál, löggæslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að