fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Eyjan

Ísland með duglegustu ungmennin í Evrópu

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 20. júní 2018 09:17

Íslendingar geta verið gjarnir á að blóta ungmennum fyrir leti. Íslensk ungmenni eru þó með þeim virkustu í Evrópu mynd-vinnuskoli.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Atvinna gegnir mikilvægu hlutverki í lífi flestra. Hún er tekjulind og forsenda fyrir þátttöku í markaðssamfélaginu, en þar að auki er hún vettvangur félagslegra tengsla og skapar fólki hlutverk og stöðu í samfélaginu. Því má segja að virkni á vinnumarkaði sé mikilvæg leið til þátttöku í nútímasamfélagi. Fyrir vikið ógnar atvinnuleysi ekki aðeins afkomu fólks, heldur einnig sjálfsmynd þess og félagslegri stöðu.

Nám er ekki síður mikilvægt, sérstaklega á tilteknum æviskeiðum, og getur það gegnt svipuðu hlutverki og vinna í lífi ungs fólks. Nám er yfirleitt ekki tekjulind, heldur þjónar fyrst og fremst þeim tilgangi að undirbúa fólk undir vinnumarkaðinn. Virkni í námi jafngildir þannig virkni á vinnumarkaði, a.m.k. hjá ungu fólki. Fyrir vikið nægir ekki að horfa til þess hvort ungt fólk hafi vinnu eða ekki, heldur skiptir jafnvel enn meira máli hvort það stundi nám.

Í kjölfar efnahagshrunsins fjölgaði ungu fólki sem var án vinnu og utan skóla og ekki í starfsþjálfun, en hlutfall 15–24 ára hækkaði úr 4,3% árið 2008 í 7,3% árið 2009 og hélst svo óbreytt árið 2010 en hefur lækkað síðan. Árið 2017 voru aðeins 3,9% aldurshópsins í þessari stöðu en það er lægra hlutfall en fyrir hrun. Fyrir hrun voru ungar konur líklegri en ungir karlar til að vera án vinnu, utan skóla og ekki í starfsþjálfun en frá 2009 til 2016 hafa ungir karlar verið mun líklegri til að vera í þeirri stöðu. Árið 2017 voru kynin hinsvegar svo gott sem jöfn með tæplega 4%.

Árið 2017 var Ísland með lægsta hlutfall ungs fólks á aldrinum 15–24 ára sem var án vinnu, utan skóla og ekki í starfsþjálfun (3,9%). Næst á eftir komu Holland og Noregur. Hæst var hlutfallið í Makedóníu (24,9%) og Tyrklandi (24,2%) en meðaltal Evrópusambandsins var 10,9%.

Virkni ungs fólks á vinnumarkaði er því með besta móti á Íslandi í samanburði við önnur Evrópulönd.

 

 

Sjá talnaefni á vef Eurostat

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben