fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Eyjan

Aukinn hreyfanleiki á Norðurlöndum

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 20. júní 2018 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á hverju ári flytja 45.000 íbúar Norðurlandanna til annars norræns ríkis. Á Norðurlöndum hefur mikill árangur náðst í að auka hreyfanleika milli ríkjanna samkvæmt nýrri skýrslu frá Norrænu ráðherranefndinni.

Skýrslan „Norðurlönd – ný tækifæri“, sem fjallar um hreyfanleika á Norðurlöndum, var kynnt fyrir norrænu samstarfsráðherrunum þann 20. júní 2018. Í skýrslunni er fjallað um nokkur svið þar sem auka má norrænt samstarf til að greiða fyrir hreyfanleika einstaklinga og fyrirtækja þvert á landamæri. Um er að ræða samstarf á sviði norrænnar sjálfsvitundar, tungumála, menntunar, samgangna, löggjafar, heilbrigðismála, stafrænna lausna, atvinnumála og viðskipta.

Í norrænu samstarfi um hreyfanleika hefur frá upphafi verið einblínt á einstaklinga. Sífellt auðveldara hefur orðið fyrir fólk að flytjast milli landanna. Það hefur skapað víðtæka sátt meðal almennings um gildi norræns samstarfs. Í spurningakönnun sem gerð var meðal Norðurlandabúa kom í ljós að hreyfanleiki var eitt mikilvægasta samstarfssviðið að mati þeirra sem svöruðu.

Norðurlönd – ný tækifæri

Það er Ingvard Havnen, fyrrum sendiherra Noregs í Danmörku, sem skrifaði skýrsluna:

„Enn eru tækifæri til aukins norræns samstarfs. Í skýrslunni kynni ég 16 tillögur að aðgerðum sem auka hreyfanleika og samþættingu á Norðurlöndum. Ég vek sérstaka athygli á tillögu um að íbúar geti notað rafræn skilríki í öllum ríkjum Norðurlandanna fyrir lok ársins 2020. Ef ríkisstjórnirnar ná því fram mun það hafa mikla þýðingu fyrir bæði almenning og atvinnulífið. Það yrði stór áfangi í norrænu samstarfi og kannski jafn mikilvægt og þegar stofnað var til vegabréfasambands á sínum tíma. Ef fólki er gert auðveldara að búa, starfa og mennta sig í öðrum ríkjum Norðurlandanna, fær það betra tækifæri á að uppfylla drauma sína og væntingar,“

segir Ingvard.

Havnen leggur einnig til að Norðurlönd sæki í sameiningu um að Vetrarólympíuleikarnir verði haldnir á Norðurlöndum árið 2030 og segir að það myndi styrkja sameiginlega norræna sjálfsvitund og samheldni. Hann telur að það myndi draga einstaka athygli að Norðurlöndum sem hugtaki og vörumerki. Vetrarólympíuleikar á Norðurlöndum myndu einnig draga athygli að sameiginlegum gildum okkar.

Skýrslan um hreyfanleika leggur grunn að framkvæmdaáætlun um áframhaldandi samstarf á sviði hreyfanleika á Norðurlöndum. Framkvæmdaáætlunin verður kynnt fyrir samstarfsráðherrunum í febrúar 2019.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands
Eyjan
Fyrir 1 viku

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður