fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Eyjan

„Mótmælin tókust fullkomlega, eru mjög sterk og hnitmiðuð“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 18. júní 2018 11:42

Mynd-Helgi J. Hauksson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti mikla athygli í gær, á sjálfum þjóðhátíðardegi Íslands, þegar tyrkneski fáninn var dreginn að húni Stjórnarráðsbyggingarinnar, þar sem íslenski fáninn blaktir venjulega. Sá sem flaggaði var Darri Hilmarsson, bróðir Hauks Hilmarssonar, sem talinn er hafa fallið í átökum í Afrin-héraði í Sýrlandi fyrr á árinu. Var Darrri handtekinn fyrir athæfið.

Aðstandendur Hauks hafa gagnrýnt íslensk stjórnvöld fyrir að draga lappirnar í máli hans, þar sem enn er óvitað um afdrif Hauks. Eru íslensk stjórnvöld sögð hrædd við að styggja Tyrki með framgöngu sinni, þó svo þjóðirnar séu samherjar í NATO.

Guðmundur Oddur Magnússon, betur þekktur sem Goddur, er einn helsti sérfræðingur landsins þegar kemur að myndmáli og notkun þess. Hann segir gjörninginn hafa verið nokkuð dæmigerðan, en þó hnitmiðaðan og sterkan:

„Þetta er dæmigerð notkun á táknum og myndmáli. Fánar eru í þessu tilfelli helgimyndir, íslenski fáninn er helgimynd, sérstaklega á stjórnarráðsbyggingunni. Og þegar menn eru að ráðast svona á húsið eru þeir ekki að ráðast á arkitektúrinn heldur á táknmyndina,“

segir Goddur og rifjar upp þegar Haukur Hilmarsson flaggaði Bónus-plastpokanum á Alþingishúsinu í búsáhaldarbyltingunni 2008:

„Það segir sig sjálft að þegar Bónusfáninn var settur upp á sínum tíma var verið að segja augljósan hlut, að útrásarvíkingar hefðu tekið yfir. Og hið sama var upp á teningnum í gær. Þá var viðkvæðið að íslensk stjórnvöld séu í raun bara handbendi Tyrkneskra öfgamanna. Fyrir mér er þetta nokkuð augljóst og ekkert undrunarefni. Það eru anarkistar á bak við þennan gjörning og þeir gera allt til þess að fara í pirrurnar á  stofnanaliðinu og finna út hvernig það getur valdið þeim sem mestum skaða, án þess þó að nota ofbeldi. Þetta er þekkt alveg síðan frá stúdentabyltingunni í París 1968 og eru alveg klassísk mótmæli. Þetta er kallað viðsnúningur, eða retournement, þetta gerðu frönsku situationlistarnir og er mjög algengt í gegnum söguna að snúa myndmálinu svona við til að pirra. Og mótmælin tókust fullkomlega, eru mjög sterk og hnitmiðuð,“

segir Goddur.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem annar fáni er dreginn að húni Stjórnarráðsins á þjóðhátíðardaginn í mótmælaskyni, því árið 2008 var fáni Jörundar Hundadagakonungs dreginn að húni. Þar var að verki Haukur Hilmarsson.

„Við leggj­um eng­ar sér­stak­ar mæt­ur á Jör­und, frek­ar en nokk­urn ann­an vald­hafa, en met­um tilraun­ir hans til að færa valdið frá toppi píra­míd­ans til al­menn­ings. Fyr­ir það virðum við hann og höld­um uppi hans heiðri, sem og allra þeirra sem berj­ast gegn ójöfnuði, valdníðslu og órétt­læti,“

kom fram í tilkynningu.

Myndir af gjörningnum í gær má sjá hér að neðan, birtar með góðfúslegu leyfi ljósmyndarans, Helga J. Haukssonar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Undirrita samninga við Neos-flugfélagið um leiguflug

Undirrita samninga við Neos-flugfélagið um leiguflug
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir forsetaframboðið ekki vera viðbrögð við því að leggja eigi starfið hennar niður

Segir forsetaframboðið ekki vera viðbrögð við því að leggja eigi starfið hennar niður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Halla Hrund flýgur á toppinn – skjálftavirkni eykst

Orðið á götunni: Halla Hrund flýgur á toppinn – skjálftavirkni eykst
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón