fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Eyjan

Ríkisstjórnin sendir strákunum okkar baráttukveðjur

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 16. júní 2018 11:40

Katrín Jakobsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sendi karlalandsliði Íslands í knattspyrnu kveðju frá ríkisstjórn Íslands í dag. Bréfinu var komið á framfæri í gegnum sendiráð Íslands í Moskvu, samkvæmt tilkynningu frá forsætisráðuneytinu.

Ríkisstjórnin ákvað að sniðganga Heimsmeistaramótið í knattspyrnu vegna meintrar eiturefnaárásar Rússa í bænum Salisbury í Englandi, til að sýna öðrum vestrænum þjóðum samstöðu.

Eliza Reid forsetafrú, verður hinsvegar fulltrúi Íslands á leiknum gegn Argentínu í  Moskvu í dag, en Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, vildi ekki ganga gegn vilja ríkisstjórnarinnar í málinu með því að fara til Rússlands. Verður hann á Hrafnseyri í dag í tilefni aldarafmælis fullveldis Íslands.

 

Bréfi Katrínar er svohljóðandi:

Kæru knattspyrnukappar!
Ég vil að þið vitið að þjóðin öll er ótrúlega stolt af ykkar góða árangri.
Sá hluti þjóðarinnar sem ekki er þegar mættur til Rússlandstil að hvetja ykkur til dáða mun án efa sitja
límdur fyrir framan sjónvarpsskjáinn og hvetja ykkur áfram af jafn miklum krafti að heiman.
Við erum öll með ykkur í anda.
Áfram Ísland! 

Með baráttukveðju frá ríkisstjórn Íslands

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands
Eyjan
Fyrir 1 viku

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður