fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Eftir minna að slægjast í Airbnb, samt bætast við íbúðir og eftirlitið fer á kreik

Egill Helgason
Föstudaginn 15. júní 2018 08:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er gagnrýnt að leyfðar skuli hátt í  hótelíbúðir í risastóru íbúðarhúsi sem er að rísa inn við Borgartún. Þetta er eðlilegt, á þessu svæði væri miklu nær að fjölga eins og hægt er íbúum sem hafa fasta búsetu. Það hefur verið hringlandi með þetta, fyrst var synjað um leyfi, svo en svo breyttu borgaryfirvöld þeirri ákvörðun og hafa fundið einhverja leið til að verja það.

En gæti hugsast að þetta sé misráðið hjá eigendum hússins? Að það væri snjallara að setja íbúðirnar í sölu eða leigu? Að þannig væru þeir meira í takt við þróun húsnæðismarkaðsins.

Í borginni heyrir maður talað um mikinn samdrátt í Airbnb-gistingu. Að húsnæði sem var næstum fullt í fyrra og hittifyrra standi nú meira og minna tómt. Bókanirnar séu afar stopular. Það sé í raun lítið upp úr þessu að hafa að teknu tilliti til kostnaðar við þrif og opinber gjöld.

Og það eru enn að bætast við íbúðir sem ætlunin er að leigja til ferðamanna. Það kallast offramboð. Færri hagnast, fleiri tapa. Máski er þetta ekki svo góður bisness lengur.

Á sama tíma er tilkynnt að sýslumaðurinn í Reykjavík fái að setja upp sveit manna sem hefur eftirlit með Airbnb. Það er svosem skiljanlegt, en kannski dálítið seint í rassinn gripið miðað við stöðuna í ferðamannagistingunni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Jarðarfararblús

Óttar Guðmundsson skrifar: Jarðarfararblús
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hallgrímur vandar Katrínu ekki kveðjurnar- „Er einhver munur á VG og XD?“

Hallgrímur vandar Katrínu ekki kveðjurnar- „Er einhver munur á VG og XD?“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?