fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Eyjan

Oddvitar minnihlutans gagnrýnir á málefnasamninginn

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 13. júní 2018 12:06

Samsett mynd DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýtt meirihlutasamstarf Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna í Reykjavík og málefnasamningur flokkanna  fer misjafnlega í oddvita minnihlutans í borgarstjórn. Í gær sagði Eyþór Arnalds við Eyjuna að hann teldi borgarbúa svikna, þar sem nýi meirihlutinn væri í raun ekki nýr, heldur gamall og sama gilti um borgarstjórann. Þetta væru vonbrigði fyrir borgarbúa, því þetta endurspeglaði ekki niðurstöður kosninga; fólk hefði kosið breytingar, en ekki fengið.

Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins, sagði viðbrögð sín við nýjum meirihluta vera „málum blandin“ í samtali við Morgunblaðið:

„Ég er undrandi yfir því aðgerðaleysi sem birtist í stefnuplagginu. Nýr meirihluti horfir á borgarlínuna sem alfa og ómega alls í Reykjavík í stað þess að taka á þeim bráðavanda sem blasir við borgarbúum, húsnæðisskorti, leikskólamálum og fleiru.“

Þá tók Vigdís undir orð Eyþórs Arnalds og sagði að borgarbúar myndu ekki finna fyrir því að nýr meirihluti væri tekinn við:

„Eins og þetta birtist mér er verið að keyra áfram sömu stefnu og hefur verið gert í Reykjavíkurborg undanfarin átta ár. Það er haldið áfram að tala um að skoða hlutina, keyra tilraunaverkefni og setja mál í nefndir svo að borgarbúar munu ekki finna fyrir neinum breytingum þrátt fyrir að kallað hafi verið eftir þeim í kosningunum.“

Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins, segir sáttmálann vera mjög almennt orðaðan, hún hefði viljað sjá aðra forgangsröðun:

„Ég hefði viljað sjá að fólk væri sett í aðalforgang, mér finnst borgarlínan alltaf vera sett í fyrsta sæti. Sáttmálinn er mjög almennt orðaður og hvergi að sjá hvernig á að gera hlutina.“

Hún vildi þó ekki vera of neikvæð og sagðist styðja öll góð málefni:

 „Við munum styðja öll góð og heilbrigð málefni og leggja mikla áherslu á að bæta þjónustu fyrir barnafjölskyldur. Við höfum miklar áhyggjur af ört vaxandi biðlistum eftir þjónustu og ég innti borgarstjóra við undirritun meirihlutasáttmálans eftir viðbrögðum við biðlistum í heimaþjónustu en fékk lítil svör frá honum.“

Sósíalistar taka sterkast til orða og segja að sáttmálinn sé stríðsyfirlýsing gegn fátækum. Í yfirlýsingu sögðu þeir að sáttmálinn væri „fráleit niðurstaða“ og að brauðmolarnir sem féllu til hinna verr settu væru of „fáir og smáir.“

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Guðmundur Ingi leiðir Vinstri græn lokaskrefin samkvæmt nýrri Gallup-könnun

Orðið á götunni: Guðmundur Ingi leiðir Vinstri græn lokaskrefin samkvæmt nýrri Gallup-könnun
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?