fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Alþingi bannar stera

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 12. júní 2018 20:00

Mynd-fitness.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frumvarp heilbrigðisráðherra um bann við tilteknum frammistöðubætandi efnum og lyfjum varð að lögum frá Alþingi í gær. Markmiðið er að koma í veg fyrir að tiltekin efni og lyf séu notuð til að bæta líkamlega frammistöðu, fyrirbyggja heilsutjón vegna notkunar þeirra og koma í veg fyrir ólögmæta markaðssetningu þeirra.

Lögin hafa einnig það markmið að efla fræðslu og forvarnir, ásamt því að koma í veg fyrir ólögmætra markaðssetningu þeirra efna og lyfja sem um ræðir. Lögin gilda um eftirtalin lyf:

  1. Vefjaaukandi stera.
  2. Testósterón og afleiður þess auk samsvarandi efna með karlhormónaáhrif.
  3. Vaxtarhormón.
  4. Erýtrópóíetín og efni sem hafa sambærileg áhrif með því að auka magn rauðra blóðkorna í blóði umfram eðlileg gildi fyrir aldur og kyn.
  5. Efni sem auka myndun og losun:
    a) vaxtarhormóna,
    b) testósteróns og afleiðna þess eða sambærilegra efna með karlhormónaáhrif eða
    c) náttúrulegra rauðkornavaka (erýtrópóíetíns).

Líkt og segir í greinargerð með frumvarpinu sem nú er orðið að lögum, var talið nauðsynlegt að setja heildarlöggjöf um þessi mál til að tryggja samræmi í meðhöndlun mála er varða hvers konar misnotkun á þeim efnum sem undir löggjöfina heyra. Meðal annars hafi löggæslu- og eftirlitsaðilar kallað eftir nánari reglum á þessu sviði vegna aukins innflutnings á framangreindum efnum en með löggjöfinni er spornað gegn ólöglegum innflutningi, sölu, dreifingu og framleiðslu umræddra efna og lyfja.

Misnotkun vissra frammistöðubætandi efna og lyfja getur haft neikvæð áhrif á heilsu neytandans. Meðal þekktra áhrifa eru til dæmis sina- og vöðvaskaði, aukin hætta á hjarta- og æðasjúkdómum, aukin tíðni krabbameins og lifrarskaði. Það er einnig þekkt að fylgikvillar slíkrar misnotkunar hafa leitt fólk til dauða. Í 3. gr. laganna er kveðið á um fræðslu í því skyni að draga úr og koma í veg fyrir heilsutjón af völdum neyslu frammistöðubætandi efna.

Í meðförum Alþingis var bætt við ákvæði um að varsla eða meðferð þeirra efna og lyfja sem löggjöfin fjallar um skuli aðeins vera refsiverð þegar haldlagt magn efna er umfram það sem talist getur til eigin neyslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum