fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Rólegan æsing

Egill Helgason
Mánudaginn 4. júní 2018 23:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég læt alveg vera hvað kynningarmyndir íslenska fótboltalandsliðsins hneyksla mig mikið. Þetta eru tilvísanir í ýmsar klisjur um norðrið, teiknimyndasögur, jafnvel smá Game of Thrones. Og við þurfum ekki alveg að missa okkur þótt vísað sé í víkinga – jú, jú, þeir drápu og rændu og rupluðu, en það gerðu fleiri. Víkingar voru líka býsna seigir í sínum mikla hreyfanleika, sigldu upp fljótin í Rússlandi og alla leið til Svartahafs, inn í Miðjarðarhafið og alla leið til álfunnar sem síðar fékk heitið Ameríka. Engar þjóðir fóru jafn vítt og breitt um heiminn á þessum tíma.

Þó eru nokkur eru áhöld um það hvað Íslendingar voru miklir víkingar. Menn fóru eitthvað í víking héðan – en alvöru víkingaflokkarnir komu upprunalega frá Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Landnám Íslands er ein afleiðing þessara miklu ferðalaga og fólksflutninga. En heiti Rússlands er komið frá Rus, norrænum mönnum sem settu upp ríki í Kænugarði.

Þetta er semsagt ekki alveg jafn  ömurlegt eins og segir í grein í Stundinni.  Þar er því haldið fram að myndirnar beri vott um hvíta yfirburðahyggju. Ég er ekki viss um að við þurfum að eyða miklum tíma í að rífast um þetta.

Hins vegar gæti þessi framsetning verið dálítið pínleg ef illa fer í Rússlandi. Það er kannski best að heykja sér ekki of hátt. Við erum að fara að keppa við Argentínu. Messi. Íslenska liðið getur kannski eitthvað seiglast, en líklegra er að það tapi með nokkrum mun. Auðvitað getum við verið stolt yfir því að hafa komist svona langt, en það gæti samt orðið vandræðalegt ef kemur í ljós að við áttum ekki erindi.

Þess vegna er kannski best að taka því rólega.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jóhann Páll Jóhannsson á Alþingi: Hákarlar margfalda höfuðstól smálána – veiðileyfi í boði ríkisstjórnarinnar

Jóhann Páll Jóhannsson á Alþingi: Hákarlar margfalda höfuðstól smálána – veiðileyfi í boði ríkisstjórnarinnar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Enginn ágreiningur milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks um opinbera þjónustu og skatta

Ólafur Þ. Harðarson: Enginn ágreiningur milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks um opinbera þjónustu og skatta