fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Íslendingar geta svarað í sömu mynt og hætt að kenna dönsku

Egill Helgason
Miðvikudaginn 30. maí 2018 18:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er uppi fótur og fit vegna þess að hin forðum virðulega menntastofnun, Kaupmannahafnarháskskóli, ætlar að leggja niður kennslu í íslensku, færeysku og forníslensku – og þar fer með það sem kallast gammeldansk og oldnordisk. Þarna fjúka greinar sem hafa verið stundaðar við háskólann í mörg hundruð ár.

Einu sinni var það líka svo að allir alvöru menntamenn í Danmörku höfðu komist í tæri við norrænu í skóla, jafnt og latínu og grísku. Þar er bókmenntaarfur Norðurlanda og þar er líka sagt frá dönskum kóngum.

Þessu er mótmælt víða í dönsku pressunni, helst í greinum sem birtast í nokkuð íhaldssömum blöðum. Færeyingar eru líka mjög ósáttir.  Íslenski menntamálaráðherrann, Lilja Alfreðsdóttir, tekur málið upp á fundi með danska menntamálaráðherranum. Ekki er vitað hvort nokkuð sem hönd er á festandi kom út úr því samtali.

Menntamálaráðherrann danski er ekki líklegur til að hafa mikinn áhuga á afskekktum tungum og fornum fræðum. Hann heitir Tommy Ahlers – og kannski mætti lýsa honum best með því að segja að hann sé sölumannstýpa? Fremur óhefðbundinn sem menntamálaráðherra. Hann er ekki nema rétt rúmlega fertugur, frjálshyggjumaður, var um tíma ráðgjafi hjá McKinsey – það er fyrirtæki sem boðar að skera skuli burt allt sem telst vera óhagkvæmt.

 

 

Ahlers hefur unnið innan hugbúnaðargeirans og boðar að skólakerfið danska þurfi að taka sig á hvað varðar nýja tækni. Hann sagði eitt sinn að Lars Lökke Rasmundsen forsætisráðherra skilji ekki hvernig  peningar verði til því hann hafi aldrei unnið hjá einkaaðilum. Og Ahlers segir um fleiri stjórnmálamenn danska að þeir hafi aldrei þurft að taka sig saman um að búa eitthvað til og selja það.

Maður af þessu tagi er ekki líklegur til að sjá sérstaklega aumur á íslensku, færeysku eða forníslensku. Ef hann þekkir norrænu goðin er það líklega úr tölvuleikjum.

En Íslendingar gætu hæglega svarað í sömu mynt með því að hætta að kenna dönsku í skólum hér. Það væri mjög auðveldlega hægt að sleppa því frá og með næsta hausti. Það enskuskotna tungumál sem við heyrum koma djúpt úr koki fólks á götum Kaupmannahafnar er reyndar ansi langt frá dönskunni sem kennd er í skólum á Íslandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að