fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Eyjan

Vigdís til í samstarf með Framsókn – En setur tvö skilyrði

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 24. maí 2018 14:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins í Reykjavík, sat fyrir svörum í Beinni línu á DV nú fyrir stundu. Þar var hún spurð að því hvort hún gæti hugsað sér að vinna með Framsóknarflokknum í meirihluta, eftir allt sem á undan væri gengið hjá þessum tveimur flokkum:

„Ég treysti mér til samstarfs við alla,“

sagði Vigdís og og ítrekaði að lög um sveitastjórnarkosningar tilgreindu að framboðunum sé skylt að vinna saman í fjögur ár eftir að meirihluti sé myndaður.

Þegar Vigdís var innt eftir því hvort það væri virkilega ekkert framboð sem henni hugnaðist alls ekki að vinna með þverneitaði hún því staðfastlega, en tók fram að samstarf snerist um málefni:

„Nei það er gott í öllum, samstarf snýst bara um málefni. En það eru ákveðin málefni sem ég mun aldrei koma til með að gefa eftir eins og hækkun frístundarkorts og gjaldfrjálsar skólamáltíðir,“

sagði Vigdís þá og ítrekaði að þessi tvö mál væru ófrávíkjanlegar kröfur af hálfu Miðflokksins til meirihlutasamstarfs.

Vigdís sagðist ennfremur ekkert hafa gefið eftir í markmiðum sínum að ná inn 4-6 mönnum í kosningunum á laugardaginn. Framboðið þarf þá að gefa vel í á lokasprettinum, því samkvæmt nýjust mælingum nær framboðið aðeins inn einum manni í borgarstjórn, með 6.5% fylgi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Jarðarfararblús

Óttar Guðmundsson skrifar: Jarðarfararblús
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?