fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Eyjan

Nærri 90% Vestfirðinga styðja veg um Teigsskóg

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 23. maí 2018 09:05

Kristinn H. Gunnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristinn H. Gunnarsson ritar:

Hvorki meira né minna en 88,3% svarenda eru fylgjandi tillögu Vegagerðar ríkisins um lagningu nýs vegar í Gufudalssveit, svonefnda Þ-H leið, sem á að liggja að hluta til um Teigsskóg í Þorskafirði, en 6,4% eru andvígir (5,2% svara hvorki né).

Þetta er megin niðurstöður könnunar sem Gallup gerði dagana 7. – 21. maí 2018 á Vestfjörðum.

Um var að ræða síma- og netkönnun. Úrtak könnunarinnar var 1106 manns úr póstnúmerum 380-512, 18 ára og eldri, handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup og Þjóðskrá.  Svarendur voru 550 og 556 svöruðu ekki. Þátttökuhlutfallið er 49,7%.  Markmið könnunarinnar var að kanna skoðun almennings á Vestfjörðum þegar kemur að lagningu nýs vegar í Gufudalssveit. Guðmundur Halldórsson, skipstjóri í Bolungavík bað um verkið og kostar það.

Lögð var fyrir þátttakendur ein spurning svohljóðandi: Ertu fylgjandi eða andvíg(ur) tillögu Vegagerðar ríkisins um lagningu nýs vegar í Gufudalssveit, svonefnda Þ-H leið, sem á að liggja að hluta til um Teigsskóg í Þorskafirði?

Það þeim 550 sem svöruðu tóku 524 eða 95,4% afstöðu og 26 tóku ekki afstöðu. Fylgjandi voru 463 eða 88,3%. Vikmörk eru 2,7%. Það þýðir að 95% líkur eru á því að fjöldi þeirra sem eru fylgjandi veg um Teigsskóg eru frá 92,7% til 98,1%.  Það er óvenjulega hátt hlutfall yfirhöfuð í nokkru máli. Andvígir reyndust 34 eða 6,4%. Vikmörkin hjá andvígum eru 2,1%.

Stuðningur er heldur meiri meðal karla eða 82% en kvenna þar sem hann var 75%. Stuðningurinn er yfirgnæfandi í öllum aldurshópum. Minnstur var hann í yngsta  aldurshópnum 18 – 24 ára. Þar var stuðningurinn 58%. Í næsta aldurhópi frá 25- 34 ára er stuðningurinn 75%. mestur er stuðningurinn hjá þeim sem eru eldri en 65 ára eða 90%.

Stuðningurinn mældist 82% hjá íbúum á sunnarverðum Vestfjörðum og 78% annars staðar á Vestfjörðum.

Guðmundur kvaðst vera mjög ánægður með niðurstöður könnunarinnar og sagði að hún staðfesti að Vestfirðingar stæðu sameinaðir í þessu mikla hagsmunamáli og að það styrkti stöðu þeirra gagnvart ríkisvaldinu og þeim sem standa á móti framkvæmdunum. Það er ekki eftir neinu að bíða sagði Guðmundur Halldórsson.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar