fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Kópavogur innleiðir barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 23. maí 2018 09:55

Ármann Kr. Ólafsson, Theodóra S. Þorsteinsdóttir, Hreiðar Oddsson, Hjördís Ýr Johnson, Karen Elísabet Halldórsdóttir, Margrét Júlía Rafnsdóttir, Pétur Hrafn Sigurðsson, Birkir Jón Jónsson, Ása Richardsdóttir og Guðmundur Gísli Geirdal.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti í gær tillögu um innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í Kópavogi, samkvæmt tilkynningu. Allir ellefu bæjarfulltrúar voru flutningsmenn tillögunnar sem samþykkt var einum rómi.

Innleiðingin verður unnin í samstarfi við Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, Unicef. Ekkert sveitarfélag á Íslandi hefur innleitt sáttmálann þó að þau vinni með margvíslegum hætti í anda hans við að tryggja réttindi barna.

Kópavogsbær verður annað sveitarfélagið á Íslandi sem vinna mun með Unicef á Íslandi að innleiðingu sáttmálans en Unicef er í samstarfi við Akureyrarbæ að innleiðingu barnasáttmálans. Akureyrarkaupstaður hóf innleiðingu sáttmálans í lok árs 2016 og var að ljúka öðru þrepi í innleiðingunni nýlega.

Fundur bæjarstjórnar Kópavogs var 79.fundur núverandi bæjarstjórnar og sá síðasti á kjörtímabilinu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum