fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Eyjan

Ný könnun – Meirihlutinn heldur

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 17. maí 2018 08:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt nýrri könnun sem Gallup vann fyrir Viðskiptablaðið fá þeir flokkar sem nú mynda meirihluta í borginni alls 13 fulltrúa af 23 og heldur því meirihlutinn ef þetta væru niðurstöður kosninga.

Samfylking mælist ennþá stærst flokka með 31,2 prósent og níu fulltrúa, en Sjálfstæðisflokkur fær 24,8 prósent og sjö fulltrúa.

Bætir Samfylking við sig manni, meðan Sjálfstæðisflokkur tapar manni, frá síðustu könnun.

Í þriðja sæti eru Píratar með 11.5 prósent og þrjá menn. Vinstri grænir fá 6.7 prósent og einn mann, sem er 13 maðurinn er tryggir meirihlutann.

Viðreisn fær 6.5 prósent og einn borgarfulltrúa og Miðflokkurinn fær 4.3 prósent og einn mann. Þá fær Sósíalistaflokkurinn einn mann með 3.8 prósent.

Önnur framboð ná ekki inn manni. Framsókn fær 3.3 %, Flokkur fólksins 2.9%, Kvennahreyfingin 2%, Borgin okkar-Reykjavík 1.4%, Karlalistinn1.1% og Höfuðborgarlistinn 0.5%.

Alþýðufylkingin, Frelsisflokkurinn og Íslenska þjóðfylkingin komust ekki á blað.

Könnunin var gerð dagana 2. til 14. maí og var netkönnun. Úrtak könnunarinnar var 1.510, fjöldi svarenda var 862 og fjöldi svara 731. 648 svöruðu ekki og var þátttökuhlutfall 57,1%. 84,8% sögðust ætla að kjósa, 4,9% sögðust mundu skila auðu eða ekki kjósa, 6,7% tóku ekki afstöðu og 3,6% neituðu að svara. Könnunin náði til íbúa í Reykjavík, 18 ára og eldri og voru þeir handahófsvaldir úr Viðhorfshópi Gallup.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben