fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Vill ekki veikja stöðu RÚV: „ Myndi ekki bæta stöðu einkarekinna miðla“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 26. apríl 2018 10:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, skrifar mikla varnargrein fyrir RÚV í dag í Morgunblaðið. Ekki er vanþörf á, enda hafa spjót margra, helst  Sjálfstæðismanna, staðið á stofnuninni um langa hríð, sem vilja ólmir taka RÚV af fjárlögum, eða af auglýsingamarkaði. Helst hvort tveggja. Sérstök nefnd um rekstarumhverfi einkarekinna fjölmiðla, skipuð af Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra, lagði til að RÚV yrði tekið af auglýsingamarkaði hið fyrsta, þar sem það skekkti samkeppnisstöðu annarra miðla, þar sem RÚV væri einnig á fjárlögum.

Magnús Geir vísar í störf fjölmiðlastofnunar Noregs, Medietilsynet, sem meta átti umsvif og áhrif norska ríkisútvarpsins, NRK, á fjölmiðlamarkaðinn þar í landi:

„Í skýrslunni kemur fram að helsta ógn við innlenda miðla sé stórsókn erlendra risa, sér í lagi Facebook og Google. Önnur afgerandi niðurstaða er að það myndi ekki bæta stöðu einkamiðla að veikja ríkismiðilinn NRK, heldur myndi það þvert á móti hafa neikvæð áhrif,“

segir Magnús Geir. Hann segir þetta í takt við svipaðar rannsóknir hér heima:

„Þessar niðurstöður koma okkur hjá RÚV ekki á óvart og eru í takt við aðrar sams konar úttektir. Fyrir nokkrum misserum leiddi úttekt á áhrifum BBC á breska fjölmiðlaflóru í ljós að BBC hefði afar jákvæð áhrif á menningu, efnisframboð og gæði annarra fjölmiðla – að BBC setti viðmið sem aðrir yrðu að rísa undir líka. Það eru óumdeilanlega jákvæð áhrif og góðar fréttir fyrir almenning. Spurningin sem lá til grundvallar var sú sama og stundum hefur verið velt upp hér á landi: Myndi það bæta stöðu einkarekinna miðla í samkeppni þeirra við alþjóðlega risa að veikja almannaþjónustuna í landinu? Í löndunum í kringum okkur hefur svarið verið skýrt: Nei, það myndi ekki bæta stöðu einkarekinna miðla og enn síður myndi það styrkja stöðu lýðræðis, menningar og tungu í landinu.“

Þá vísar Magnús Geir einnig til almenns stuðnings við almannaútvarp:

„Bretar, Norðmenn og Íslendingar hafa ítrekað stuðning við sitt almannaútvarp í könnunum sem gerðar eru reglulega. Það sama á við í mörgum öðrum löndum, t.d. sýndi almenningur vilja sinn í verki með afgerandi hætti í þjóðaratkvæðagreiðslu í Sviss um daginn þar sem þjóðin hafnaði alfarið hugmyndum um að leggja almannaþjónustuna niður.“

Þá nefnir Magnús Geir umræðuna um „upplýsingaóreiðu“ sem sé orðin „ógn við lýðræðið.“ Lausnin hinsvegar felist í að styrkja stöðu og sjálfstæðis almannaþjónustumiðlanna:

„Að undanförnu hefur verið mikil umræða um allan heim um upplýsingaóreiðu og neikvæðar hliðar þess að alþjóðlegar efnisveitur og fjölmiðlarisar og símafyrirtæki séu í raun orðin hliðverðir upplýsinga. Margir halda því fram að þessi þróun sé ógn við lýðræði og vísa þar til ýmissa nýafstaðinna atburða á heimsvísu, þar á meðal forsetakosninga í Bandaríkjunum. Reiknilíkön og gervigreind hafa víða tekið við rit- og dagskrárstjórn – með afar misjöfnum árangri. Þessi breyting á landslagi fjölmiðla og frjálsrar umræðu hefur verið til umfjöllunar hjá Evrópusambandinu um hríð. Í mars gaf sérfræðinganefnd sambandsins út leiðbeiningar um hvað þyrfti að gera til að tryggja fjölbreytta sjálfstæða fjölmiðlun; gagnsætt eignarhald og fjölmiðlalæsi almennings. Er leiðbeiningunum beint til aðildarríkjanna, fjölmiðla og hinna alþjóðlegu efnisveitna. Í niðurstöðum nefndarinnar segir að breytingar undanfarinna ára séu til þess fallnar að draga úr fjölbreytni og yfirburðastaða erlendra efnisveitna sé ógn við miðlun í hverju landi fyrir sig. Lykilniðurstaðan er að stjórnvöld þurfi að móta stefnu um leiðir til að takmarka heimildir hinna alþjóðlegu efnisveitna, bæta stöðu einkarekinna miðla og styrkja enn frekar stöðu og sjálfstæði almannaþjónustumiðlanna sem sé grundvallarþjónusta sem styðji við alla aðra fjölmiðlaflóru.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum