fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Eyjan

Viðreisn í oddastöðu í borginni

Egill Helgason
Miðvikudaginn 25. apríl 2018 08:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný skoðanakönnun sem birtist í Fréttablaðinu bendir til þess sama og fyrri könnun sem ég skrifaði um hér á síðunni – að Viðreisn verði í oddastöðu eftir borgarstjórnarkosningarnar 27. maí.

Eyþór Arnalds sér smá vonarglætu í könnuninni. Sjálfstæðisflokkurinn er með 30 prósent, fengi 8 borgarfulltrúa, en svo er Miðflokkurinn með 2 borgarfullrúa. Framsókn er mjög nærri því að ná inn borgarfulltrúa. Miðað við málflutninginn í kosningabaráttunni eiga þessir flokkar samleið.

Núverandi meirihluti er fallinn, samkvæmt könnuninni. Samfylking, Píratar og VG fengju samanlagt 11 borgarfulltrúa, vantar einn upp á meirihlutann. Líklega myndu meirihlutaflokkarnir reyna að ná samningum við Viðreisn. Viðreisn fær 2 menn kjörna samkvæmt könnuninni.

Ekkert af hinum fjölmörgu nýju framboðum nær að brjótast í gegn, ef marka má könnun Fréttablaðsins. Þau eru öll með afar lítið fylgi. Það er líka spurning hvort það breytist. Þegar svo margir flokkar eru í framboði er erfitt að gera sig sýnilegan.

Það verður svo að nefna að einungis 50,8 prósent þeirra sem voru spurðir í könnuninni tóku afstöðu. Margir eru óákveðnir. Svo er önnur breyta, nefnilega sú að kjörsókn í borgarstjórnarkosningum hefur verið dræm, það er möguleiki að hún fari undir 60 prósent núna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Jarðarfararblús

Óttar Guðmundsson skrifar: Jarðarfararblús
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?