fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Eyjan

Vilja fullgilda samning um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 23. apríl 2018 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Utanríkisráðuneytið hefur hafið undirbúning að fullgildingu samnings Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi. Stefnt er að því að velferðarráðherra afhendi fullgildingarskjal Íslands framkvæmdastjóra Evrópuráðsins á rakarastofuráðstefnu í París síðar í þessari viku.

Evrópuráðið samþykkti samninginn um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi 11. maí 2011 og undirrituðu íslensk stjórnvöld hann sama dag. Samningurinn byggist á þeirri forsendu að ofbeldi gegn konum sé ein alvarlegasta tegund kynbundinna mannréttindabrota í heiminum. Markmið hans er meðal annars að vernda konur gegn öllum birtingarmyndum ofbeldis og fyrirbyggja ofbeldi, sækja til saka gerendur og uppræta ofbeldi gegn konum og heimilisofbeldi.

„Jafnréttismál hafa lengi verið í forgrunni utanríkisstefnu Íslands. Við nýtum hvert tækifæri til að tala fyrir jafnrétti kynjanna og leggjum mikla áherslu á að kynbundnu ofbeldi, í hverskonar mynd, verði útrýmt bæði heima og heiman. Fullgilding þessa samnings er mikilvægt skref í þeirri baráttu,“

segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.

Frá því samningurinn var undirritaður hafa íslensk stjórnvöld gert nauðsynlegar breytingar á íslenskri refsilöggjöf til að hægt yrði að fullgilda hann, meðal annars með breytingum á lögum um meðferð sakamála sem dómsmálaráðherra lagði fram. Í þau hafa verið sett ákvæði um heimilisofbeldi, nauðungarhjónabönd og þvingaðar ófrjósemisaðgerðir. Þá hefur verið unnið að því að koma í farveg ýmsum skyldum og aðgerðum sem hvíla á ríkinu samkvæmt samningnum en krefjast ekki lagabreytinga, svo sem varðandi rekstur kvennaathvarfa, aðra þjónustu við þolendur og meðferð fyrir gerendur.

Samningur Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi er aðgengilegur á vef stjórnarráðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben