fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Emmsjé Gauti sagði nei við Sveinbjörgu Birnu – Uppfært

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 23. apríl 2018 12:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir óháður borgarfulltrúi, ætlaði að kalla framboð sitt til borgarstjórnar Reykjavík er okkar og hafði samband við rapparann Emmsjé Gauta til að fá að nota samnefnt lag í kosningabaráttunni. Hún fékk þvert nei frá Emmsjé Gauta sem vill ekki tengjast framboðinu.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=Pzxo66k84Ow]

Sjá einnig: Sveinbjörg Birna leiðir nýjan lista í Reykjavík: „Ég tvíeflist við allt mótlæti“

Í viðtali við Eyjuna í helgarblaði DV minntist Sveinbjörg Birna á nafnið:

„Það voru uppi ákveðnar vangaveltur með nafnið. Það komu auðvitað hugmyndir um Óháðir og flugvallarvinir sem mér fannst frekar klént. Stungið var upp á Reykjavík er okkar. Ég hafði samband við Emmsjé Gauta út af því og hann var frekar efins með það, sem ég skil nú alveg. En þetta skýrist allt á næstu dögum, Borgin okkar, Reykjavík, kemur vel til greina,“

sagði Sveinbjörg Birna. Emmsjé Gauti las viðtalið og kom því á framfæri á Twitter að hann vildi ekki tengjast framboði hennar.

„Ég var ekki efins heldur handviss þegar ég hringdi í þig í kjölfar þess að þú tilkynntir bókaranum mínum að þú ætlaðir fulla ferð með slagorðið Reykjavík er okkar. Fyrrum stjórnmálasaga þín er valdur þess að ég vil enga tengingu við þitt framboð,“ segir Emmsjé Gauti á Twitter.

 

Uppfært kl. 13.25

Sveinbjörg Birna sendi ritstjórninni eftirfarandi athugasemd:

„Varðandi Emmsjé Gauta fréttina, þá viðurkenndi hann alveg og vissi af því að hann ætti engan lagalegan rétt nafnanotkuninni. Rétturinn væri allur mín megin. Hann aftur á réttinn af laginu, það er alveg ljóst. Og ég tók tillit til vilja og óska listamannsins. Hann nefndi aldrei framboð mitt sérstaklega sem bann við því að nota stefið, heldur hafi hann neitað öllum stjórnmálaflokkum að tengja sig við hans tónlist.“

 

 

Sveinbjörg Birna spurði svo á Facebook hvort hann myndi ekki bara semja um það lag:

Af gefnu tilefni biður Eyjan Emmsjé Gauta afsökunar á að hafa skrifað nafn hans sem MC Gauti í viðtalinu við Sveinbjörgu Birnu um helgina. Er það hér með leiðrétt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum