fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Hví ekki 28. janúar?

Egill Helgason
Miðvikudaginn 4. apríl 2018 17:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðflokkurinn er fullur af þjóðlegheitum. Hann leggur til, og þykir það brýnt mál, að íslenski fáninn sé við hún á Alþingishúsinu, Stjórnarráðinu og húsi Hæstréttar alla daga frá morgni til kvölds. Þingmenn Flokks fólksins eru með eins og sjá má á lista yfir flutningsmenn frumvarps til laga þessa efnis.

Miðflokkurinn og einn þingmaður Flokks fólksins hafa líka lagt fram frumvarp um að 1. desember verði lögbundinn frídagur. Þetta þykir þeim við hæfi á 100 ára afmæli fullveldisins. Þarna myndi semsagt bætast við einn frídagur.

Það er viðkvæði sem heyrist oft að 1. desember sé vanmetinn dagur, að við séum búin að gleyma honum og tilefninu – en þetta yrði rækileg áminning.

Þeir sem eru ekki jafn þjóðlega sinnaðir benda á að best væri að hafa frídaga sem næst helgum svo fólk fái almennileg frí. En þá þarf náttúrlega að fara að hnika til tylli- og helgidögum sem varla þykir viðeigandi. En frí-fimmtudagarnir á vorin eru til dæmis hálf vandræðalegir.

En svo mætti jafnvel bæta um betur og gera 28. janúar að almennum frídegi. Hvers vegna þá? Jú, sökum þess að  þann dag 2013 sýknaði EFTA-dómstóllinn íslenska ríkið af öllum kröfum ESA í Icesave málinu. Það er semsé Icesave dagurinn.

 

 

Annars fékk Miðflokkurinn smá ágjöf núna í vikunni. Einn þingmaður flokksins, Birgir Þórarinsson, skrifaði grein í Morgunblaðið þar sem hann tók mjög eindregið undir málflutning vestrænna ríkja gegn Pútín Rússlandsforseta og varaði sterklega við íhlutun Rússa.

Birgir segir að Rússar ógni friði og öryggi:

Óskastaðan í Kreml er sú að samstaða ríkja innan ESB og NATO liðist í sundur. Framkoma Rússa er vel skipulögð ógn við frið og öryggi í Evrópu. Henni verður að mæta af hörku. Alþingi þarf að vera vel upplýst um stöðu og þróun mála og taka hlutverk sitt alvarlega, með því að efla Íslandsdeild NATO-þingsins.Pútín hefur ekki sagt sitt síðasta orð.

 

 

Þetta mæltist misjafnlega fyrir á alnetinu og meðal annars hjá fólki sem segist kjósa Miðflokkinn. Vigdís Hauksdóttir sá sig knúða til að grípa inn í og segja að þetta sé ekki endilega stefna flokksins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að