fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Umbætur á úrvinnslu og nýtingu launatölfræðiupplýsinga

Trausti Salvar Kristjánsson
Þriðjudaginn 13. mars 2018 17:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur skipað nefnd um umbætur á úrvinnslu og nýtingu launatölfræðiupplýsinga. Skipunin er í samræmi við niðurstöðu fundar stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins um launatölfræði þann 19. janúar sl. og er mikilvægur hlekkur í því samtali sem átt hefur sér stað undanfarnar vikur á milli stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins. Í því samtali hefur m.a. komið fram að bætt launatölfræði sé forsenda fyrir því að unnt sé að koma á fót nýju vinnumarkaðslíkani að norrænni fyrirmynd.

Nefndin mun skoða aðferðafræði um launatölfræði á Íslandi, alþjóðlega launatölfræði og alþjóðlegar skuldbindingar Íslands. Þá mun nefndin skoða þarfir vinnumarkaðarins á þessu sviði og hugmyndir um stofnun fastrar launatölfræðinefndar að erlendri fyrirmynd og gera tillögur um umbætur og úrvinnslu á nýtingu launatölfræðiupplýsinga.

Í nefndinni sitja Lárus Blöndal, ráðgjafi á sviði tölfræðiupplýsinga á skrifstofu stefnumála, fulltrúi forsætisráðuneytisins og formaður nefndarinnar, Pétur Jónasson, fulltrúi fjármála- og efnahagsráðuneytisins, Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, fulltrúi velferðarráðuneytisins, Benedikt Valsson, fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga, Hrafnhildur Arnkelsdóttir, fulltrúi Hagstofu Íslands, Rannveig Sigurðardóttir, fulltrúi Seðlabanka Íslands, Emma Björg Eyjólfsdóttir, fulltrúi ríkissáttasemjara, Henný Hinz, fulltrúi Alþýðusambands Íslands, Helga Jónsdóttir, fulltrúi BSRB, Georg Brynjarsson, fulltrúi Bandalags háskólamanna, Oddur S. Jakobsson, fulltrúi Kennarasambands Íslands og Ólafur Garðar Halldórsson, fulltrúi Samtaka atvinnulífsins.

Gert er ráð fyrir að nefndin ljúki störfum fyrir lok árs 2018.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum