fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Eyjan

Appelsínugult viðbúnaðarstig, íslensku veðurorðin og vegvilltir túristar

Egill Helgason
Sunnudaginn 11. febrúar 2018 12:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er blásið út í fjölmiðlum að komið sé appelsínugult viðbúnaðarstig. Ég verð að viðurkenna að ég skil þetta ekki alveg, en var svo bent á að finna má á vef Veðurstofunnar yfirlit yfir viðbúnaðarstigin.

 

 

En mér finnst eins og sé í fyrsta sinn í vetur að maður heyrir almennt, og þá í fréttum, aðallega talað um veður sem viðbúnaðarstig. Slíkt getur sjálfsagt verið gagnlegt í einhverjum tilvikum, en þó má minna á hinn gríðarlega auðuga orðaforða sem íslenskan hefur yfir veður og öll blæbrigði þess.

 

 

Þetta eru ótrulega skemmtileg orð mörg sem leika í munni manns, nánast eins og skemmtiefni, enda er þarna varðveitt skynjun kynslóðanna í þessu landi. Myndin kemur úr fyrirlestri sem ég kann ekki að nefna.

Viðbúnaðarstigin eru sjálfsagt líka hugsuð fyrir ferðamenn, á ensku er talað um code orange.  En ég get þess að á leiðinni heim úr Silfrinu áðan hitti ég dálítið af útlendingum sem voru að draga á eftir sér ferðatöskur og á leið í bílaleigubíla, stefndu í flug í Keflavík. Þetta fólk virtist lítið vita um veðurhorfurnar, bílarnir smáir og vanbúnir, en það sem verra er, fólkið hafði ekki fengið tilkynningar frá flugfélögum. Ég fletti upp fyrir það á vefnum kefairport.is, og viti menn, það var búið að aflýsa flugi sem það var á leiðinni í – án þess að þessir ferðamenn hefðu verið látnir vita. Fólkið hafði svo ekki hugmynd um við hvern það gæti haft samband vegna ferða sinna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben