fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Eyjan

Heilsugæslan ekki fyrsti viðkomustaður – Fjárframlög aukin um 3% þegar íbúum fjölgar um 11%

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 24. apríl 2017 14:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stýring fjárveitinga innan heilbrigðiskerfisins hefur orsakað það að heilsugæslan er ekki fyrsti viðkomustaður sjúklinga í heilbrigðiskerfinu lík og segir í markmiðum laga um heilbrigðisþjónustu. Samkvæmt nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar juk­ust framlög til heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu um 3% að raun­virði á tíma­bilinu 2007–16  þótt íbúum svæðisins fjölg­aði um 11%. Á sama tíma jukust út­gjöld vegna sér­greina­lækn­inga um 57% að raunvirði.

Telur Ríkisendurskoðun að meginástæða þess að heilsugæslan sé ekki fyrsti viðkomustaður sjúklinga sé vegna vankanta á skipu­­lagi í heilbrigðiskerfinu, takmarkaðar fjárveitingar til Heilsugæslunnar og skortur á aðhaldi með heilsugæslustöðvunum 15 á höfuðborgarsvæðinu. Afleiðingarnar eru heft aðgengi almennings að þjónustu Heilsugæslunnar á dagtíma sem hefur valdið því að fólk leitar iðulega á bráðamóttöku Landspítala með erindi sem Heilsu­gæslan gæti leyst. Eins hefur þjónusta sérgreinalækna aukist mjög á síðustu árum. Hvort tveggja hefur leitt til aukins heildarkostnaðar í heilbrigðiskerfinu og ófullnægjandi aðgengi að sérhæfðu fagfólki innan þess.

Að mati Ríkisendurskoðunar hefur stýring fjárveitinga innan heilbrigðiskerfisins ekki stuðl­­að að því að gera Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins að fyrsta viðkomu­stað­ sjúklinga. Á tíma­bilinu 2007–16 juk­ust fjár­fram­lög til hennar einungis um 3% að raun­virði þótt íbúum svæðisins fjölg­aði um 11%. Á sama tíma jukust út­gjöld vegna sér­greina­lækn­inga um 57% að raunvirði.

Er því beint til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins að auka eftirlit með þjónustu og skilvirkni þeirra 15 heilsugæslustöðva sem reknar eru á höfuðborgarsvæðinu. Fylgjast þurfi betur en nú er gert með biðtíma notenda eftir þjónustu einstakra stöðva og afköstum þeirra. Í nóvember 2016 fengu innan við helmingur þeirra sem leituðu til Heilsugæslunnar tíma hjá lækni innan tveggja daga þótt stefnt sé að því að 85% fái tíma innan þeirra tímamarka. Velferðarráðuneyti er einnig hvatt til að skýra betur hlutverk þjónustuaðila í heilbrigðiskerfinu og huga að árangri og skilvirkni með markvissri aðgangsstýringu. Mikilvægt er að þjónusta sé jafnan veitt á réttu þjónustustigi og að ríkið kaupi ekki dýrari heilsugæsluþjónustu en heilsugæslan getur sjálf veitt.

Nauðsynlegt að leysa langvarandi samskipta- og stjórnunarvanda

Þá eru Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins og velferðarráðuneyti hvött til að kanna sérstaklega hvernig fjölga megi nemum í heimilislækningum og heilsugæsluhjúkrun en afar lítil nýliðun hefur verið í stétt heimilislækna undanfarin 10-15 ár. Alls eru 25 heimilislæknar á Íslandi á aldrinum 35-45 ára en 64 heimilislæknar eru á aldrinum 61-70 ára. Þeir heimilislæknar sem fara á eftirlaun á næsta áratug munu því skilja eftir sig stórt skarð sem erfitt verður að fylla nema útskrifuðum heimilislæknum fjölgi mjög á næstu árum.

Því er einnig bent til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins að kanna innleiðingu teymisvinnu til að bregðast við takmarkaðri þjónustu stöðvanna og sporna við hugsanlegum hagsmunaárekstrum starfsfólks. Velferðarráðuneyti er jafnframt hvatt til að greina hugsanlegan umboðsvanda í heilbrigðiskerfinu til að koma í veg fyrir að sparnaður á einu stigi leiði til aukins kostnaðar á öðru stigi. Einnig telur Ríkisendurskoðun nauðsynlegt að velferðarráðuneyti leitist við að leysa langvarandi samskipta- og stjórnunarvanda innan yfirstjórnar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Málþóf og málþæfarar

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Málþóf og málþæfarar