fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Eyjan

Erdogan færir sig enn upp á skaftið

Egill Helgason
Mánudaginn 13. mars 2017 13:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ódámurinn Erdogan kallar lýðræðisríki í Evrópu nasista vegna þess að þau vilja ekki leyfa útsendurum hans að halda þar útifundi til að klappa upp stjórnarskrá sem er atlaga að lýðræði og réttarfari í Tyrklandi. Erdogan gengur sífellt lengra í frekju sinni, yfirgangi og yfirlýsingagleði. Ferðamenn forðast Tyrkland eins og heitan eldinn, tekjur af ferðamönnum hafa minnkað um hátt í 40 prósent. Þjóðverjar hafa verið einna fjölmennastir túrista í Tyrklandi – tæplega laðar Erdogan þá að með því að kalla þá nasista.

Erdogan hefur barið niður mótstöðu gegn sér með fangelsunum, ritskoðun og ógn. Tyrkneskir vinir mínir sem eitt sinn tjáðu sig um stjórnmál á samskiptamiðlum eru hættir því – þeir birta bara myndir af kisum. En Erdogan hefur ekkert að bjóða Tyrkjum nema rembing, úlfúð og tortryggni – rétt eins og Pútín í Rússlandi. Þeir tveir eru steyptir í sama mót. En það er erfitt að bregðast við þessu – evrópsku lýðræðisríkin eiga mikið undir friðsamlegri sambúð við Tyrkland.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk