fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Eyjan

Samsæriskenningar um Soros – Píratar Trójuhestur hans?

Egill Helgason
Þriðjudaginn 28. febrúar 2017 22:47

George Soros.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hann er skrítinn margur lággróðurinn sem er að finna á netinu – og margt undarlegt sem nær að fanga athygli manns, þó aldrei nema stutta stund í einu. Einu sinni var útvarpsþáttur sem hét Þjóðarsálin í gangi nokkrum sinnum í viku, hálftíma í senn. Mörgum þótti það ærið. Nú er stanslaus þjóðarsál allan sólarhringinn og lítið lát á furðusögunum.

Meðal þess sem maður sér dreift á netinu í dag er grein eftir náunga sem heitir Wayne Madsen og skrifar blogg undir heitinu Freedom Fast Forward. Hann heldur því fram að George Soros – sem nokkuð hefur komið við sögu í stjórnmálaumræðu á Íslandi – hafi komið sér upp útsendurum í pólitík í Evrópu. Hann nefnir nokkra Alexis Tsipras, Yannis Varoufakis (sem hafi hlaupið í fang evrópskra bankamanna), Pablo Iglesias úr Podemosflokknum á Spáni, Beppe Grillo á Ítalíu, Martin Schultz úr SPD í Þýskalandi, Guy Verhofstadt í Hollandi – og jú svo nefnir hann Píratana á Íslandi. Þetta eru svonefndir Trójuhestar Sorosar – og til vitnis um það eru meðal annars dregnir fram Vladimir Putin og Viktor Orban.

Svo er þessu meira að segja deilt á einum stað á netinu hérlendis undir heitinu fréttaskýring. Þarna er fyrirsögnin „Píratar í fangi Soros milljarðamærings“.

Þetta verður svo enn sérstæðara þegar lesa má að Wayne Madsen slær þann varnagla að stuðningsmenn Sorosar hafi látið útbúa Wikipediu-síðu þar sem er fjallað um þá sem trúa á samsæriskenningar um Soros. Þá síðu er reyndar ekki að finna lengur, hverju sem sætir.

En á netinu er líka hægt að skoða eitt og annað um Wayne Madsen. Til dæmis að hann hélt því fram að Ísraelsmenn væru á bak við 11/9 og að Obama forseti sé hommi. Hann átti að hafa verið í klúbbi samkynhneigðra og notað ferðir á körfuboltaleiki til að ná í karla til lags við sig. Madsen var líka viðriðinn fréttaflutning um að Obama væri ekki bandarískur ríkisborgari – svokallaða birther hreyfingu. Vegna þessa taldi Madsen að Hvíta húsið undir stjórn Obamas ætlaði að ráða sig af dögum.

 

Myndin er af hinum umtalaða George Soros.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk