
Sigurjón M. Egilsson, ritstjóri vefritsins Miðjunnar, spáir því í leiðara sínum í dag að Vinstri græn muni hafna eigin stefnu. Hann vísar í ræðu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, sem sagði fyrir þremur mánuðum í ræðustól Alþingis, að þær pólitísku ákvarðanir sem teknar höfðu verið um bótakerfin, nýttust æ færra fólki og á bak við það væru pólitískar ákvarðanir sem hefðu það að markmiði að auka ójöfnuð og auka misskiptingu og átti þar við Sjálfstæðisflokkinn. Telur Sigurjón að Katrín muni nú ganga á bak orða sinna.
Nú, eins aumt og það er, mun Katrín og hennar fólk, ganga gegn eigin orðum og standa með fyrrverandi forsætisráðherra og fylgja þar með eftir vilja hans, fari sem horfir. Stjórnarandstaðan leggur til að þrír milljarðar verði settir til að auka barnabætur og húsnæðisbætur. Þegar þingmenn greiða atkvæði um þá tillögu verður að fara fram nafnakall. Fyrir áramótum, rúmum þremur mánuðum frá orðum núverandi forsætisráðherra mun skýrast hvort ræður ríkisstjórn Íslands; Katrín eða Bjarni.