fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Utanríkisráðherra á fundi ÖSE – Lagði áherslu á virðingu fyrir alþjóðalögum

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 7. desember 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðlaugur Þór með Sebastian Kurz, utanríkisráðherra Austurríkis, og Thomas Greminger, framkvæmdastjóra ÖSE.

Málefni Úkraínu, baráttan gegn hryðjuverkum og öfgahyggju og takmörkun vígbúnaðar voru ofarlega á baugi á utanríkisráðherrafundi Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) sem haldinn var í Vínarborg í dag. Guðlaugur Þór Þórðarsson, utanríkisráðherra, sat fundinn og lagði í máli sínu áherslu á virðingu fyrir alþjóðalögum og mannréttindum og að blásið verði frekara lífi í viðræður um takmörkun vígbúnaðar. Einnig hvatti ráðherra til samvinnu gegn öfgahyggju og hryðjuverkum og minnti á mikilvægi ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um konur, frið og öryggi.

 

 

Þá átti utanríkisráðherra tvíhliða samtöl við Sebastian Kurz, utanríkisráðherra Austurríkis og handhafa formennsku í ÖSE, og Edward Nalbandian, utanríkisráðherra Armeníu, en 20 ár eru síðan stofnað var til stjórnmálasambands á milli Íslands og Armeníu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að