fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Eyjan

Viðræður halda áfram í dag – Bjarni líklegastur til að fá umboðið

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 9. nóvember 2017 09:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd/Sigtryggur Ari

Forystumenn stjórnmálaflokkanna munu ræðast við áfram í dag og verður áhersla Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, eflaust að tala við Katrínu Jakobsdóttur, formann VG og Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsóknar. Talið er að Bjarni fái stjórnarmyndunarumboðið í dag eða á morgun en hann hefur sjálfur sagt að hann telji það eðlilegast miðað við stöðuna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gagnrýndi Sigurð Inga Jóhannsson í gær bæði á RÚV og Vísi, aðallega fyrir að vilja mynda ríkisstjórn með breiða skírskotun, með VG og Sjálfstæðisflokknum, í stað þess að byggja þá ríkisstjórn á „grundvelli málefnanna“. Sigmundur útilokar þó ekki samstarf með Framsókn og þá VG og Sjálfstæðisflokknum, en óvíst er að Bjarni Benediktsson vilji fara í  samstarf með Sigmundi í fjögurra flokka stjórn. Bjarni er sagður tilbúinn að láta Katrínu Jakobsdóttur eftir forsætisráðuneytið, gegn því að fá meirihluta ráðherrastóla, en sú niðurstaða að Katrín fái forsætisráðuneytið er sögð muni höfða til þingheims, sem telji Bjarna of umdeildan til að ná sáttum þvert yfir línuna.

Ljóst er þó að Sigurður Ingi er einnig í sterkri stöðu gagnvart VG og Sjálfstæðisflokknum. Hann mun vafalaust gera Framsóknarflokkinn út sem „límið“ í mögulegri stjórn og að hann sem forsætisráðherra sé brúin milli hinna ólíku póla vinstri og hægri pólitíkur. Þá er ekki útilokað að samið verði um stólaskipti á miðju tímabili þar sem Katrín eða Bjarni fengi hásætið, en slíkar getgátur eru ótímabærar og heimildamenn Eyjunnar vilja lítið gefa fyrir slíkar vangaveltur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Nína Richter skrifar: Engin dulnefni hér, takk

Nína Richter skrifar: Engin dulnefni hér, takk
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli