fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025
Eyjan

Nýliðakynning Alþingis í dag – Lítill þingsalur en stólarnir þægilegir

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 8. nóvember 2017 19:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svokölluð nýliðakynning Alþingis fór fram í dag þar sem 19 nýjir þingmenn fengu kennslu frá Helga Bernódussyni, skrifstofustjóra alþingis um hvernig ætti að bera sig að í störfum þingsins.

Helgi sagðist lítast vel á mannskapinn nú sem endranær. „Þetta gekk mjög vel. Mér líst vel á þessi nýju andlit og þetta er góður hópur. Þetta er bara svona kynning á þeirri þjónustu sem skrifstofan veitir og það sem þingmenn þurfa að vita, aðallega svona praktísk atriði, eins og klæðaburð og slíkt. Það er engin pólitík í þessu,“ sagði Helgi.

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir er nýkjörin þingmaður Samfylkingarinnar í norðausturkjördæmi. Hún segir daginn hafa verið skemmtilegan og fróðlegan.

„Já, þetta mjög gaman í dag, einn skemmtilegasti skóli sem ég hef farið í. Það var gaman að fá innsýn í sögu hússins og ég fann að það var þarna góður andi þrátt fyrir átök í gegnum árin.  Það kom helst á óvart hversu lítill þingsalurinn er í raun svona miðað við það sem maður sér á skjánum en það sem kom skemmtilegast á óvart er hvað stólarnir voru þægilegir,“ sagði Albertína fegin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 5 dögum

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Yrkir byggir upp í Urriðaholti

Yrkir byggir upp í Urriðaholti