fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025
Eyjan

Ármann býr í Frakklandi en var brugðið þegar hann fór í búð á Íslandi: „Verðvitund almennings á Íslandi virðist nánast ekki til“

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 7. nóvember 2017 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ármann Örn Ármannsson.

„Á Íslandi ríkir fákeppni sem er, held ég, nánast einstæð og enginn segir neitt. Íslendingar láta það yfir sig ganga og heimta í staðinn hærri laun til að geta greitt okurpungunum. Ég hef búið í Frakklandi undanfarinn rúman áratug og hef mínar viðmiðanir þaðan,“ segir Ármann Örn Ármannsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Ármannsfells hf. Í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Þar fjallar Ármann um verðlag á Íslandi og þá fákeppni sem hér ríkir. Ármann segir í greininni að hann hafi búið í Frakklandi í mörg undanfarin ár en hann heimsótti Ísland fyrir skemmstu sem varð til þess að hann skrifaði umrædda grein.

„Fyrir skömmu var ég á Íslandi, keypti kartöflur á þreföldu verði, tómata á fjórföldu verði og kvefmeðal í apóteki á tíföldu verði miðað við mitt gistiland. Upptalningin gæti verið löng en þar sem samkeppni ríkir ekki smyrja seljendur ofan á verðið upp úr öllu valdi. Enginn stjórnmálaflokkur virðist hafa áhuga á virku verðlagseftirliti. Ég held að kominn sé tími á að koma hinu gamla verðlagseftirliti aftur á fót,“ segir Ármann sem rekur þetta til frjálshyggju undanfarinna áratuga sem hafi leitt af sér óheyrilegt okur á vörum á Íslandi.

„Verðvitund almennings á Íslandi virðist nánast ekki til, hvernig sem á því nú stendur. Mjólkursamsölunni, sem er einokunarstofnun og yrði að leysa upp ef við værum svo lánsöm að ganga í Evrópubandalagið, líðst að selja allar mjólkurafurðir á langhæsta verði í Evrópu og enginn getur gert neitt,“ segir Ármann sem bætir við að það sé aðeins í fataverslun sem frjáls samkeppni virðist virk. Enda sé fatnaður á Íslandi það ódýr að óskiljanlegt er að fólk fari til útlanda fyrir jól til að kaupa inn.

„Fólk lætur bjóða sér að kaupa nokkur laufblöð af salati, þeirri ágætu vöru, á 600 krónur meðan hér fæst heill salathaus (u.þ.b. 4 falt magn) á hundrað krónur. Jafnvel fiskur á Íslandi er mun dýrari en í Frakklandi. Fákeppni ríkir á flestum sviðum neysluvöru og þar hafa menn að sjálfsögðu verðsamráð til að græða meira. Allir kvarta og segja það dýrt að vera Íslendingur en er ekki ráð að sverfa aðeins að þeim sem selja Íslendingum nauðsynjar á óhóflegu verði? Það gæti verið hagkvæmara að lækka vöruverð með ströngum verðlagshömlum heldur en að hækka kaup sem leiðir af sér verðbólgu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?