fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Eyjan

Magnús: Eitthvað allt annað en gagnleki þegar upplýsingarnar eru notaðar eftir hentugleika

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 20. nóvember 2017 09:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins.

„Gagnalekar sem hafa þann tilgang að upplýsa almenning um sitthvað misjafnt, jafnvel lögbrot, í störfum og fjármálum ráða- og efnamanna hafa löngu sannað mikilvægi sitt fyrir framgang lýðræðisins. En að hafa á brott með sér upplýsingar frá ríkisstofnun, þegar viðkomandi er sagt upp störfum, til þess að nýta þær upplýsingar svo eftir hentugleika jafnvel mörgum árum síðar, er eitthvað allt annað.“

Magnús Guðmundsson.

Þetta segir Magnús Guðmundsson menningarritstjóri Fréttablaðsins í leiðara blaðsins í dag, þar fjallar hann um símtal Davíðs Oddssonar þáverandi seðlabankastjóra og Geirs H. Haarde þáverandi forsætisráðherra sem birt var í Morgunblaðinu. Fjölmargir fjölmiðlar hafa reynt að fá samtalið afhent frá Seðlabankanum en verið hafnað.

Nú síðast leitaði Kjarninn til dómstóla til að reyna að opinbera símtalið. Samkvæmt Seðlabankanum fékk Morgunblaðið símtalið ekki afhent og var það ekki gert með leyfi Seðlabankans, segir Magnús í leiðara Fréttablaðsins í dag að það sé borðleggjandi að Davíð Oddsson, sem ritstýrir Morgunblaðinu hafi tekið afrit af símtalinu á brott með sér út Seðlabankanum:

Morgunblaðið hefur hvorki falast eftir afriti af umræddu samtali frá Seðlabankanum né fengið það afhent. Því er óhjákvæmilegt annað en að álykta að ritstjóri Morgunblaðsins hafi haft það á brott með sér með ólögmætum hætti – gögn tilheyra stofnunum og fyrirtækjum en ekki starfsmönnum – þegar hann var rekinn frá SÍ. Birting samtalsins nú veldur Kjarnanum fjárhagstjóni en staðfestir líka svo ekki verður um villst að valdhafar á borð við Davíð Oddsson eru reiðbúnir til þess að stýra upplýsingum eftir eigin hagsmunum fremur en almennings. Veita kjósendum upplýsingar eftir hentistefnu og óumflýjanlegri nauðsyn fremur en opinni og ábyrgri upplýsingastefnu,

segir Magnús. Gagnrýnir hann Morgunblaðið harðlega og segir að birting samtalsins sé einstakt í íslenskri stjórnsýslu:

Eitthvað sem hvorki Seðlabankinn né íslenskir kjósendur eiga lengur að þurfa að þola af völdum hinna yfirgangssömu sérhagsmunaafla sem of lengi hafa hér svo gott sem öllu ráðið. Það er mál að linni.

Kjarninn hefur einnig gagnrýnt Morgunblaðið og segir að blaðið hafi virt að vettugi vitnisburð starfsmanns Seðlabankans. Sagði Morgunblaðið í frétt sinni að hvorki Davíð né Geir hafi vitað að símtalið hafi verið hljóðritað, en starfsmaðurinn sagði að Davíð hafi sérstaklega notað sinn síma í Seðlabankanum þar sem sá sími hafi verið með hljóðritun. Seðlabankinn hefur gefið það út að það verði farið yfir málið í vikunni og það verði skoðað hvort afritið sem birtist í Morgunblaðinu stemmi við upptökuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Könnun – Ísland og Evrópusambandið

Könnun – Ísland og Evrópusambandið
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“