fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Eyjan

Stór mál fyrir íbúa Suðurnesja

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 18. nóvember 2017 08:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Jónsson skrifar: Fyrir síðustu Alþingiskosningar voru kjósendur spurðir hvað þeir teldu vera helstu forgangsmál á næstunni. Stærsti hópurinn taldi heilbrigðismálin skipta mestu. Þar þyrfti vikilega að bæta ástandið,sem kallaði á aukið fjármagn úr ríkiskassanum. Einnig voru málefni aldraðra mjög hátt á forgangslista aldraðra.
 
Byggir nýtt sveitarfélag hjúkrunarheimili?
Það vantar víða hjúkrunarrými fyrir eldri borgara. Framkvæmdasjóður aldraðra hefur það hlutverk að fara yfir umsóknir um nýbyggingar og viðhaldsbeiðnir. Sérstakur skattur er lagður á einstaklinga til að tryggja sjóðnum fjármagn. Tekjur sjóðsins nema rúmum tveimur milljörðum árlega. Gallinn er sá mikið af fjármagninu fer til reksturs samkvæmt sérstakri ákvörðun Alþingis og til annars en nýbygginga. Þannig hafði sjóðurinn aðeins 173 milljónir til úthlutunar í ár. Fyrir kosningar kom það fram hjá stjórnmálaflokkunum að þetta gengi ekki. Það þyrfti að setja mun meira fjármagn í sjóðinn þannig að hægt væri að gera stórt átak í byggingu nýrra hjúkrunarheimila. Það má benda á að á Landspítalunum eru um 100 eldri borgarar fastir inni, sem gætu nýtt sér hjúkrunarrými ef það væru til staðar. Það sjá allir hversu fáránlegt þetta er.
Hér á Suðurnesjum hefur verið sýnt fram að mikil þörf er fyrir fleiri hjúkrunarrýmum en nú eru til staðar. Þetta kallar á undirbúning og í framhaldinu byggingu nýs hjúkrunarheimilis. Á síðustu árum hafa sveitarfélögin á Suðurnesjum ekki sótt um fjármagn eða tekið sameiginlega ákvörðun um byggingu nýs hjúkrunarheimilis. Fyrst og fremst hefur samstaða ekki náðst um staðsetningu. Stjórn Öldungaráðs Suðurnesja hefur bent á að heppilegast væri að byggja nýtt heimili í námunda við Nesvelli.
Nú kann það að vera að forsendur hafi breyst um síðustu helgi í huga sumra þegar nýtt 3500 manna sveitarfélag varð til við sameiningu Garðs og Sandgerðis. Ein af rökunum fyrir sameiningu voru að hægt væri að sinna málefnum aldraðra mun betur.
Sveitarfélögin verða að taka þessa umræðu. Ef ekki er vilji til að standa sameiginlega að umsókn verður hið nýja sveitarfélag að hefja nú þegar undirbúning að umsókn til Framkvæmdasjóðs aldraðra og taka ákvörðun um byggingu. Vel má vera að Reykjanesbær í samvinnu við Voga hugi einnig að byggingu nýs hjúkrunarheimilis.
Það er allavega óþolandi þegar horft er til næstu ára að sveitarfélögin sitji aðgerðarlaus hvað varðaruppbyggingu hjúkrunarheimila á svæðinu.
Halda þarf opinn fund um Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
Vandi Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja er mikill. Það hefur komið fram að Suðurnesin sitja eftir þegar kemur að því að fara yfir fjárveitingar ríkisins til landshluta. Sveitarstjórnir og alþingismennþurfa að beita sér af hörku í þessu hagsmunamáli Suðurnesja.Í skýrslu landlæknis segir m.a. „Hluta af vanda heilsugæslu HSS má rekja til skorts á stefnumörkun og ósýnileika framkvæmdastjórnar. Ekki er skráð með sýnilegum hætti hver stefna heilsugæslunnar er,hvaða árangri heilsugæslan hyggst ná,né hvernig árangur er gerður sýnilegur sjúklingum og starfsfólki.Hvorki er um heildræna gæðastefnu né kerfisbundið umbótastarf að ræða“.
Öldungaráð Suðurnesja hefur í ályktunum sínum talið að um mikla afturför sé að ræða í þjónustustigi. Bent er á að það sé afturför að hafa ekki heilsugæslustöð í Garði eða Sandgerði en saman eru þessir byggðakjarnar með 3500 íbúa.
Dæmi um samdrátt í þjónustu sjúkrahússins hefur fæðingum fækka mikið en þær voru 83 árið 2013 en á árunum fyrir 2002 voru fæðingar milli tvö og þrjú hundruð á ári
Stjórn Öldungaráðs Suðurnesja telur nauðsynlegt að boða til opins fundar um stöðu HSS og til að þrýsta á að lausn verði fundin á vandanum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Könnun – Ísland og Evrópusambandið

Könnun – Ísland og Evrópusambandið
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“