Samkvæmt heimildum Eyjunnar verða skattamál ofarlega á baugi í stjórnarmyndunarviðræðum í dag, líkt og í gær.
Vinstri grænir eru sagðir vilja lækka skatt hjá þeim sem eru í lægsta skattþrepinu en á móti hækka fjármagnstekjuskatt. Þá er lækkun tryggingargjalds sagt krafa frá Sjálfstæðiflokknum. Þá eru umhverfismál einnig ofarlega á baugi hjá Vinstri grænum sem og velferðarmál.
Þá er ekki ljóst hvort, eða hvernig ráðherrastólum verði fjölgað, en ekki virðist ríkja einhugur um að skipta upp ráðuneytum, þar sem Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sagðist ekki hafa hug til þess í gær. Starfshópar vinna nú hörðum höndum að málefnasamningi sem kynntur verður fyrir miðstjórnum flokkanna, ef að þingflokkarnir samþykkja þá, en stefnt er að því að það verði um helgina.