fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
Eyjan

Minnist þátttöku Vestur-Íslendinga í fyrri heimsstyrjöld

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 16. nóvember 2017 13:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jakob Þór Kristjánsson, alþjóðastjórnmálafræðingur

Íslendingar hafa löngum stært sig af því að eiga engan her og ekki tekið þátt í stríðum, ekki sem þjóðríki að minnsta kosti. En fyrir rúmlega 100 árum tóku fjölmargir Vestur-Íslendingar þátt í fyrri heimsstyrjöldinni, sem höfðu gengið í kanadíska herinn haustið 1914 til að þjóna sínu nýja föðurlandi.

 

Í bókinni „Mamma, ég er á lífi-íslenskir piltar í víti heimsstyrjaldar“, hefur Jakob Þór Kristjánsson, alþjóða-stjórnmálafræðingur, safnað saman bréfum og frásögnum þeirra og dregið fram sannleika sem hingað til hefur verið hulinn okkur flestum. En hvað fékk Jakob til að fara í þetta verkefni ?

Ég hef lengi haft áhuga á þessari sögu. Mér fannst hún að einhverju leyti gleymd og ekki gert nægileg skil. Til dæmis það að Vestur- Íslendingar hafi verið á vígvellinum í fyrstu gasárásinni vorið 1915. Nokkrir þeirra voru fæddir á Íslandi og lýsa reynslu sinni í bréfum til ættingja og vina. Upphaflega ætlaði ég að skrifa grein um þátttöku Vestur-Íslendinga í fyrri heimsstyrjöldinni, en uppgötvaði fljótt að efnið ætti skilið stærri og ítarlegri umfjöllun, þannig að greinin varð að bók.

 

Eftirfarandi er birt með góðfúslegu leyfi höfundar.
„Rúmlega hundrað ár eru nú liðin frá því að fyrri heimsstyrjöldin
hófst. Fáir atburðir hafa haft viðlíka áhrif á heimssöguna. Heimsveldi
féllu og ný komu til sögunnar, sjálfstæð ríki urðu til; þeirra á meðal
Ísland sem varð fullvalda árið 1918 .

Talið er að 1.300 – 1.400 Vestur-Íslendingar hafi gegnt herþjónustu á
stríðsárunum. Yfir 1.100 voru í kanadíska hernum og rúmlega 200 í
þeim bandaríska. Tæplega 400 af þessum hermönnum fæddust á
Íslandi, 450 í Kanada og í kringum 300 fæddust í Bandaríkjunum. Af
þeim sem fæddust í Bandaríkjunum fóru um 100 í kanadíska herinn.
Um fæðingarstað hátt í 100 er ekki vitað. Ljóst er að um það bil 140
Vestur-Íslendingar létust í stríðinu, ýmist í orrustu eða af sárum
sínum, spánska veikin dró þá til dauða eða þeir hurfu sporlaust á
vígvellinum. Rúmlega 200 særðust eða þjáðust eftir gasárásir en áttu
afturkvæmt, margir illa særðir“.

Þó Vestur – Íslendingarnir færu á vígvöllin fyrir Kanada litu þeir á sig
sem Íslendinga og sumum fannst þeir jafnvel vera á vígvellinum fyrir
gamla föðurlandið. Einsog kemur fram í eftirfarandi bréfi.

„Mér þykir vænt að segja frá því, að eg er ekki eini íslendingurinn í
þessari sveit (90. Winnipeg‘s Rifles), í „A Company“, sem eg er í, er
annar að nafni Sigurðsson, annar er í vélabyssu deildinni og tveir aðrir
í „B Company“; því miður veit eg ekki hvað þeir heita og þeir geta verið
fleiri, þó eg ekki viti af, svo að þú sérð að gamla, litla eyjan í
norðurhöfum leggur sinn skerf í þennan leik, í þessari hersveit að
minsta kosti. Um breytingu á dvalarstað okkar get eg ekki sagt (þú
skilur það), en við búumst við að fara héðan bráðlega. Því fyr sem af því
verður, því betur líkar mér. Okkur er alla farið að langa til að gera það
lítið við getum á orustuvellinum“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Könnun – Ísland og Evrópusambandið

Könnun – Ísland og Evrópusambandið
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“