fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Eyjan

Katrín um fjölgun ráðherra: „Ég hef ekki hug á því“

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 16. nóvember 2017 15:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Opnað var á umræðu um skiptingu ráðuneytisstóla í gær í stjórnarmyndunarviðræðum Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Þaðan bárust fréttir um að skipta ætti upp fjármála- og efnahags-ráðuneytinu með það í huga að Framsókn fengi síðarnefnda ráðuneytið og Bjarni Benediktsson það fyrra.

Hinsvegar virðist Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og væntanlegur forsætisráðherra, ekki spennt fyrir þeim kosti. Aðspurð um fjölgun ráðherra og ráðuneyta sagði Katrín þetta við RÚV:

 

„Ég hef ekki hug á því.“

 

Bjarni Benediktsson sagðist, sem fyrr, ganga útfrá því að Katrín Jakobsdóttir yrði forsætisráðherra gegn því að

Sjálfstæðisflokkurinn fengi fleiri ráðuneyti í staðinn:

 

„Við erum ekki búin að ljúka þeirri vinnu eða því samtali. En mér þætti það eðlilegt,“

sagði Bjarni við RÚV.

 

Allir formennirnir töluðu um að málefnasamningur gæti legið fyrir um helgina, eða rétt eftir helgina, en leyfa þyrfti málum að þróast því allt tæki sinn tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar