fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
Eyjan

Björn Valur: „Óráð hjá nýrri ríkisstjórn að fjölga ráðherrum“

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 16. nóvember 2017 11:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Valur Gíslason, Mynd/Pressphotos.biz

Fyrrum varaformaður Vinstri grænna, Björn Valur Gíslason, vill ekki fjölgun ráðuneyta í væntanlegri ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Þetta segir hann í pistli á heimasíðu sinni. Samkvæmt fréttum er það nú rætt í stjórnarmyndunar-viðræðum að  fjölga ráðuneytum með þeim hætti að skipta upp fjármálaráðuneytinu, þar sem Framsókn vill stjórna efnahagsmálum. Fjármálaráðuneytið er sagt tilheyra Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins en flokkurinn fengi þá hugsanlega sex ráðuneyti, í stað fimm áður.

 

„Ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingar var besta ríkisstjórn lýðveldissögunnar að mínu mati. Engin ríkisstjórn hefur fyrr né síðar tekist á við sambærileg verkefni né náð að jafn miklum árangri í störfum. Eitt af því sem gert var á kjörtímabili hennar var að endurskipuleggja stjórnarráðið, fækka ráðuneytum og ráðherrum en efla þess í stað Alþingi,“

segir Björn Valur og heldur áfram:

„Í Hrunstjórn Geirs H Haarde sátu 12 ráðherrar sem fóru með 15 ráðuneyti. Sum ráðuneytanna voru þá mjög lítil og faglega veik. Undir lok kjörtímabils vinstristjórnarinnar voru ráðherrarnir orðnir 8 og ráðuneytin jafn mörg. Ráðuneytin voru orðin öflugri og faglegri og stjórnsýslan skilvirkari. Hægrimenn snéru þessu aftur í sama farið þegar þeir fengu færi á því. Í nýfallinni ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar sátu 11 ráðherrar sem fóru með 19 ráðuneyti.“

Þá segir Björn að lokum:

„Hægrimenn hafa alltaf lagt mikla áherslu á ráðherraembætti vegna þess að þeim fylgja völd. Þeirra tilhneiging er að þenja út báknið þannig að sem flestir úr þeirra röðum komist að og fái völd. Það væri óráð hjá nýrri ríkisstjórn að fjölga ráðherrum og ráðuneytum enn frekar. Nær væri að fækka þeim og efla þess í stað Alþingi.“

Ekki er víst að Björn Valur fái ósk sína uppfyllta að þessu sinni, en hann hefur verið afar jákvæður
fyrir myndun þeirrar stjórnar sem við blasir, hingað til.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Könnun – Ísland og Evrópusambandið

Könnun – Ísland og Evrópusambandið
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“