fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Eyjan

Formlegar stjórnarmyndunarviðræður hafnar

Trausti Salvar Kristjánsson
Þriðjudaginn 14. nóvember 2017 09:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Formlegar stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins
hófust nú upp úr hálf tíu. Fundina sitja formenn flokkanna þriggja ásamt tveimur úr hverjum flokki, líkt og í hinum óformlega viðræðum flokkanna um helgina. Katrín Jakobsdóttir mun leiða viðræðurnar að öllum líkindum, en formenn bæði Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafa talað þannig að líklegast væri að Katrín yrði forsætisráðherra í ríkisstjórn flokkanna þriggja.

 

Samkvæmt Fréttablaðinu í dag eru viðræður flokkanna vel á veg komnar varðandi málefni, en skattamál
verða sennilega sett á ís fyrst um sinn auk þess sem beðið verður með skiptingu ráðuneyta þar til á
seinni helming viðræðnanna.

Forseti Íslands hefur ekki gefið neinum formanni stjórnarmyndunarumboð ennþá, en hann hefur verið í
sambandi við formennina og vill líklega bíða og sjá hvernig þær ganga áður en hann kallar einhvern til
Bessastaða, sem er áætlað að verði í vikulok.

Tveir þingmenn VG greiddu atkvæði gegn því að þingflokkurinn hæfi viðræður við Sjálfstæðisflokkinn,
þau Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, en Rósa var gestur Morgunútvarpsins á Rás 2
í morgun. Þar sagðist hún halda að viðræðurnar gætu orðið strembnar, mjög strembnar. Brynjar Níelsson,
þingmaður Sjálfstæðisflokksins var einnig gestur í þættinum og tók undir orð Rósu. Þá sagði hann svolítið
sérstakt að vilja ekki fara í viðræðurnar, þó svo flokkurinn hefði annan kost sem væri ákjósanlegri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“