Þingflokkur Vinstri grænna hefur samþykkt að fara í formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn, samkvæmt Katrínu Jakobsdóttur, formanns VG. Þetta sagði hún eftir fund flokksins í þinghúsinu rétt í þessu. Vísir greinir frá.
„Það var niðurstaða fundarins að meirihluti þingflokks VG styður formlegar viðræður við þessa tvo flokka,“ sagði Katrín við fjölmiðlamenn.
Að sögn Vísis voru tveir þingmenn flokksins andsnúnir niðurstöðunni, þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi
Jónsson. Styðji þau ekki stjórn þessarra þriggja flokka, er meirihluti hennar samt 33 gegn 30.
Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti fyrr í dag að hefja viðræður við VG og Framsókn.