fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
Eyjan

Sóley Tómasdóttir um niðurstöðu VG: „Fullt tilefni til að gráta yfir þessari frétt“

Trausti Salvar Kristjánsson
Mánudaginn 13. nóvember 2017 14:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sóley Tómasdóttir

Eftir að þingflokkur Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs ákvað að fara í samstarf við Sjálfstæðisflokkinn í næstu stjórnarmyndunarviðræðum, er ljóst að mikillar óánægju gætir frá baklandi flokksins um slíkt samstarf. Þannig talar til dæmis Sóley Tómasdóttir, fyrrum ritari VG og forseti borgarstjórnar og femínisti með meiru. Hún sagði eftirfarandi á Twitter í dag:

 

 

„Góðu fréttirnar eru að @andresingi og @rosabjorkb standa í lappirnar. Annars er fullt tilefni til að gráta yfir þessari frétt.“

Þingmennirnir Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir studdu ekki samtarfið við Sjálfstæðisflokkinn.
Áður sagði Sóley einnig:

„Ég kaus femínískasta flokkinn sem í boði var eftir #höfumhátt og femínískar byltingar undanfarinna ára. Ég bara trúi því ekki að sá flokkur ætli svo að mynda ríkisstjórn með stjórnmálafólkinu sem kom verst af öllum fram við þolendur.“

Þá sagði hún einnig á Twitter skömmu síðar:

„Ásmundur Friðriksson, Bjarni Benediktsson, Brynjar Níelsson, Jón Gunnarsson, Páll Magnússon
og sjö karlar til viðbótar skipa þingflokk Sjálfstæðismanna ásamt fjórum konum. Frekar vil ég
stjórnarkreppu en ríkisstjórn með þeim. #höfumhátt“

Sóley er mikils metin hjá stórum hluta VG og ljóst að hún talar fyrir munn margra. Bakland Vinstri grænna
er því enn nokkuð klofið í afstöðu sinni gagnvart samstarfi með Sjálfstæðisflokknum þó svo forysta flokksins hafi samþykkt það í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 5 dögum

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Yrkir byggir upp í Urriðaholti

Yrkir byggir upp í Urriðaholti