fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
Eyjan

Sigrún Sól heyrði samtal Steingríms J – Var þriggja flokka stjórnin löngu ákveðið samsæri ?

Trausti Salvar Kristjánsson
Mánudaginn 13. nóvember 2017 12:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigrún Sól Ólafsdóttir, leikkona, segist í samtali við Vísi, hafa heyrt samtal Steingríms J. Sigfússonar, fyrrverandi formanns VG, við ónefndan sjálfstæðismann, í flugi frá Akureyri fyrir kosningar, hvar þeir sammæltust um að starfa saman í ríkisstjórn eftir kosningar.

„Steingrímur talaði um mikilvægi þess að hér yrði tveggja flokka stjórn og virtist á honum að þetta væri allt þegar klappað og klárt milli VG og D. Ungi Sjálfstæðismaðurinn var alveg sammála honum. Þetta væru ábyrgustu og sterkustu flokkarnir og nú þyrfti sko traust og stabilet og reynslu. Þetta var allt ákveðið- og svo þegar aðeins undan lét í fylgi VG er lítið mál fyrir þau að kippa Framsókn með – enda líka svo „traust“ og með reynslu. Þau voru búin að ákveða þetta – fyrir löngu.“

Þetta sagði Sigrún Sól við Vísi í dag. Hún segist einnig hafa spurt Steingrím nánar út í þetta samtal eftir flugferðina:

„Hann bara roðnaði og blánaði og gat ekkert sagt- honum var brugðið – ég sagði reyndar að mér hefði orðið óglatt og hvatti hann til að koma hreint fram við kjósendur með þessi áform.“

Þá sendi Sigrún fyrirspurn á Katrínu Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, varðandi málið:

„Mér finnst algert grundvallaratriði að þið komið hreint fram með hvort þið viljið vinna með Sjálfsstæðisflokknum, á Steingrími heyrðist manni það allt klappað og klárt. Það yrði svo bagalegt ef þið fáið fullt af fylgi – en komið svo eftir á og gerið þetta og reiðin verður svo mikil hjá mörgum sem munu upplifa sig illa svikna og eiga eftir að rífa ykkur i sig og vinna gegn samstarfinu af heift. Heiðarlegra er að koma hreint fram með þetta núna- ef þetta er planið“.

Katrín svaraði ekki fyrirspurninni samkvæmt Vísi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 5 dögum

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Yrkir byggir upp í Urriðaholti

Yrkir byggir upp í Urriðaholti