fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
Eyjan

Reykjavík ein mesta bílaborg Evrópu samkvæmt skýrslu Evrópusambandsins

Trausti Salvar Kristjánsson
Mánudaginn 13. nóvember 2017 12:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt skýrslu Hagstofu Evrópusambandsins, hvar bornir eru saman samgöngumátar borga í Evrópu, fara 83% reykvíkinga á bíl í vinnuna. Er það næst hæsta hlutfall allra Evrópuborga, en Nikósía, höfuðborg Kýpur er í efsta sæti.

Þegar kemur að notkun almenningssamganga er Reykjavík meðal neðstu borga, en þar eru landfræðilegir þættir taldir hafa þar áhrif, þar sem Reykjavík sé byggð á þröngu nesi en byggðin sé óvenju dreifð miðað við litla stærð borgarinnar.

 

Hinsvegar segir Björn Teitsson, formaður Samtaka um bíllausan lífstíl, í viðtali við Stundina,
að skýringuna megi finna í pólitíkinni.

„Það er algerlega viljandi gert að gera Reykjavík að bílaborg og það var pólitísk ákvörðun,
ekki einhvers konar viðbragð við landfræðilegri legu.“

Þá segir Björn að mikilvægt sé að fækka bílum þrátt fyrir rafbílavæðingu:

„Það er svo sem ágætt, og augljóslega skárra að hafa rafbíl en bensínbíl, en þegar öllu er á botninn hvolft þarf að fækka bílum, ekki fjölga þeim. Nú eiga Íslendingar svo gott sem glænýjan bílaflota bensínbíla. Offjárfesting í bílaleigubílum gerir það að verkum að hér er offramboð af bílum. Eigum við þá að fjölga bílum enn meira? Hvað verður um alla þessa bensínbíla? Þeir verða nothæfir í að
minnsta kosti 25 ár til viðbótar. Ætlast stjórnvöld til að þessum bílum verði bara lagt ?“

 

Þá segir Björn við Stundina, að nauðsynlegt sé að draga úr bílanotkun með öllum tiltækum ráðum.

„Þetta er ein mikilvægasta áskorun sem við höfum staðið frammi fyrir. Jafnvel þótt borgaryfirvöld vilji
fara í einkabílaátt á þessu stigi, þá er einfaldlega ekki pláss fyrir fleiri umferðarmannvirki og vegi.
Áætlanir gera ráð fyrir um 70 þúsund manna fólksfjölgun á næstu 25 árum og þá verður að draga úr notkun einkabílsins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 5 dögum

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Yrkir byggir upp í Urriðaholti

Yrkir byggir upp í Urriðaholti